Djúpivogur
A A

Reglur tónskólans

Reglur í Djúpavogsskóla - tónskóla
Gilda frá 1. janúar 2019


1. Nemendur sækja um pláss í tónskólanum á eyðublöðum hjá tónskólastjóra. Innritun í tónskólann fer fram í lok ágúst / byrjun september.

2. Forráðamenn koma með börnum sínum í innritun og ræða við tónlistarkennara um væntingar þeirra til námsins.Fara yfir stöðu nemandans og upplýsa tónlistarkennara um nemandann.

3. Nemandi í fullu námi mætir 3 x í viku. Nemandi sem stefnir á grunnpróf verður að vera í fullu námi (sjá nánar liði nr. 14-16)

4. Nemandi í hálfu námi mætir 2 x í viku.

5. Sveitarstjórn, í samráði við skólastjóra / deildarstjóra tónskóla, ákveður á hverju ári verðskrá fyrir tónskólann. Sú verðskrá fylgir vinnu við gjaldskrá sveitarfélagsins.

6. Gjald vegna haustannar skal greiðast í október. Eindagi 15. október ár hvert.

7. Gjald vegna vorannar skal greiðast í febrúar. Eindagi 15. febrúar ár hvert.

8. Ef mæting nemandans fer niður fyrir 85% er nemandanum vísað úr tónskólanum. Viðkomandi nemandi fær ekki endurgreitt. Eðlileg forföll s.s. veikindi og leyfi (sem beðið er um fyrirfram teljast ekki með).

9. Hver nemandi skal koma fram á a.m.k. tveimur viðburðum yfir skólaárið, aðrir á haustönn og hinir á vorönn og er það hluti af námi nemandans að spila fyrir framan áhorfendur. Hverjir tónleikar fyrir sig taki ekki lengri tíma en um 2 klukkustundir. Nemandinn ber ábyrgð á því að taka með sér hljóðfæri og þau gögn sem nota þarf á tónleikunum, þ.m.t. nótur.

Óski tónlistarkennari eftir aðstoð nemandans við önnur tækifæri er það samkomulag milli hans og foreldra.

10. Nemendur geta ekki skipt um hljóðfæri á miðjum vetri, nema við sérstakar aðstæður, en þeir geta bætt við sig hljóðfæri ef tímamagn í tónlistarskólanum leyfir.

11. Nemendur skulu koma með öll gögn í skólann, þ.m.t. hljóðfæri, nótur og annað sem til tónlistarnámsins þarf.

12. Nemendur skulu kaupa möppu til að geyma í nótur, sem tónlistarkennari ljósritar. Týni nemandi nótunum skal nemandinn greiða fyrir ljósritið í þriðja skiptið.

13. Mjög mikilvægt er að öll veikindi og leyfi séu tilkynnt í síðasta lagi að morgni (fyrir 8:30) þess dags sem um ræðir með því að senda tölvupóst á attila@djupivogur.is eða agnes@djupivogur.is

14. Kennari metur hvenær nemandi er tilbúinn í grunnpróf. Þá er haft samband við foreldra og samþykki þeirra fengið. Foreldrar greiða prófgjaldið.Skólastjóri og tónlistarkennari sjá um skipulag og skólinn greiðir annan kostnað sem til fellur.

15. Nemendur fá skipulag, vegna grunnprófs, sent heim tveimur mánuðum fyrir próf. Þar eru allar nótur og þau gögn sem nemandinn þarf til að undirbúa sig fyrir prófið. Nemandi ber ábyrgð á að taka með sér gögnin í prófið sjálft.

16. Allir nemendur sem eru búnir með, eða stefna á grunnpróf, þurfa að taka tónfræði gegn vægu gjaldi. Þeir eru því 4 x í viku. Hver kennslustund í tónfræði er u.þ.b. 40 mínútur.

17. Viðurkenningar til nemenda verða afhentar að vori.

18.Nemendur sem lokið hafa a.m.k. einni önn taka próf á seinni hluta vorannar.Prófið fer fram í tónskólanum að viðstöddum prófdómara.Nemendur fá lagalista viku – tíu dögum fyrir próf.

Samþykkt á fundi fræðslunefndar 6. desember 2018 og lagt fyrir sveitarstjórn 13. desember 2018.

Var efnið hjálplegt?