Nemendur í grunnskólanum snæða hádegisverð á Hótel Framtíð.
Foreldrar skrá börn sín í áskrift sem er bindandi hvora önn fyrir sig.
Lögð er áhersla á hollt og gott mataræði, grænmeti og/eða ávextir eru í boði á hverjum degi. Fiskur er tvisvar sinnum í viku og unnin matvara aldrei oftar en einu sinni í mánuði.