Skólasöngur grunnskólans
Við komum hér saman og syngjum af því
að skólinn er byrjaður aftur á ný.
Við lærum að reikna og pára við púlt
:,: það prýðilegt finnst sumum en öðrum heldur fúlt. :,:
Við komum hér saman úr sveit og úr bæ
við syngjum um lífið við dimmbláan sæ.
Já skólinn við “Voginn” er lifandi lind
:,: og langt uppi glampar á fagran Búlandstind. :,:
Við komum hér saman og syngjum við raust
þó skólinn hann taki´okkur föst strax í haust.
Og kennarar basla við krakkana fans
:,: þeir koma okkur öllum að endingu til manns. :,:
Við komum hér saman því sól skín á ný
og senn kemur vorið þá fáum við frí.
Í sumarsins frelsi við förum um fjöll
:,: og flökkum þá og syngjum með glens og hlátrasköll. :,:
Sævar Sigbjarnarson / Jóhann Atli Hafliðason
Var efnið hjálplegt?