Djúpivogur
A A

Skólahjúkrun

Stefán Rafn Stefánsson, hjúkrunarfræðingur heimsækir skólann með reglulegu millibili.

Helsta markmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu skilyrði sem völ er á. Skólaheilsugæsla er framhald af ung- og smábarnavernd. Hjúkrunarfræðingur vinnur í náinni samvinnu við foreldra og forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Reglubundnar skoðanir og bólusetningar


1. bekkur - Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling


4. bekkur - Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling


7. bekkur - Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta).

9. bekkur - Sjónpróf, heyrnarpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Mældur blóðþrýstingur. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa (tvær sprautur).


Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.


Skólahjúkrunarfræðingur fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra áður en bætt er úr því og eins eru foreldrar beðnir um að láta vita á heilsugæslunni ef þeir vita af bólusetningum sem hafa fallið niður.

Fræðsla/forvarnir


Skólahjúkrunarfræðingur sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu eins og frekast er unnt og hvetur til heilbrigðra lífshátta.

Var efnið hjálplegt?