Djúpivogur
A A

Samstarf við aðra skóla

Grunnskóli Djúpavogs á í góðu samstarfi við aðra skóla á Austurlandi.
Þar má helst telja framhaldsskólana á Austurlandi, grunnskólana hér næst okkur og Leikskólann Bjarkatún.

FRAMHALDSSKÓLAR
Samstarfið við framhaldsskólana felst í því að kennari á elsta stigi heimsækir a.m.k. einn skóla að hausti og tekur nemendur 10. bekkjar með sér. Þar fá nemendur kynningu á því hvað bíður þeirra þegar námi í grunnskóla lýkur og hvaða möguleikar eru í boði. Þegar nemendur ljúka skólagöngu í Grunnskóla Djúpavogs eru einkunnir þeirra og greinargerðir (ef við á) sendar í viðkomandi skóla, sem nemandinn hefur skráð sig í. Höfð eru samskipti við námsráðgjafa varðandi nemendur, ef á þarf að halda.

Þá hafa nemendur einnig verið í fjarnámi frá framhaldsskólum á Austurlandi og víðar.

Heimasíður skólanna:

Menntaskólinn á Egilsstöðum
Framhaldsskólinn í Austur - Skaftafellssýslu
Verkmenntaskóli Austurlands
Hússtjórnarskólinn í Hallormsstað

GRUNNSKÓLAR
Samstarf okkar við grunnskólana hér í kring er t.d. í tengslum við Keppnisdaga hér í skólanum. Þá bjóðum við nemendum úr Grunnskóla Breiðdalshrepps í heimsókn og koma þeir til okkar þá þrjá daga sem Keppnisdagarnir standa yfir. Við höfum einnig átt gott samstarf við Grunnskólann á Hallormsstað í tengslum við Grænfánastarfið okkar. Grunnskóli Djúpavogs og Grunnskóli Hornafjarðar hafa átt gott samstarf í tengslum við Stóru - upplestrarkeppnina, sem haldin er í mars ár hvert.

Heimasíður skólanna:

Grunnskóli Breiðdalsvíkur
Grunnskóli Stöðvarfjarðar
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar
Hallormsstaðaskóli
Grunnskóli Hornafjarðar

LEIKSKÓLAR
Leikskólinn Bjarkatún og Grunnskóli Djúpavogs hafa nú um nokkurt skeið tengt elsta stigið á leikskólanum og yngsta stigið í grunnskólanum saman til þess að brúa bilið milli skólastiganna. Nemendur heimsækja hverjir aðra með reglulegu millibili. Þá hafa foreldrafélög skólanna einnig unnið saman, t.d. með því að kaupa leiksýningar, standa fyrir fjáröflun o.fl.

Heimasíða Leikskólans Bjarkatúns

Var efnið hjálplegt?