Djúpivogur
A A

Fréttir

Skuggakosningar í Djúpavogsskóla

Í tilefni af kosningu um sameiningu sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar höfum við í Djúpavogsskóla verið að fjalla um lýðræði og lýðræðislega kosningu. Í framhaldi af því fengum við sveitarstjórann til að koma með kynningu á sameiningunni fyrir börnin og starfsfólk.Miklar og góðar umræður hafa skapast og börnin mjög áhugasöm. Lokapunktur í þessari fræðslu verða svo skuggakosningar miðvikudaginn 16. október.

Árshátíð grunnskólans 2019

Fimmtudaginn 17. janúar næstkomandi fer árshátíð grunnskólans fram. Í þetta sinn verður sett upp leikritið um Pétur Pan. Árshátíðin fer fram á Hótel Framtíð og hefst kl. 18:00.

Allir hjartanlega velkomnir

Cittaslow

Fótboltaleikir milli starfsfólks og nemenda

Síðastliðinn föstudag kom starfsfólk Djúpavogsskóla nemendum skemmtilega á óvart með því að skora á þá í knattspyrnuleiki. Í fyrri frímínútum spilaði starfsfólkið á móti eldri nemendum, þ.e. 5.-10. bekk og lauk leik með sigri nemenda 7-0 þrátt fyrir frábær tilþrif starfsfólks og skot þeirra í slá. Seinni leikurinn var á milli starfsfólks og nemenda 1.-4. bekkjar og lauk honum með 1-1 jafntefli þar sem starfsfólkið náði að jafna á síðustu andartökum leiksins.

Þetta var mikil og góð skemmtun og tóku vel flestir nemenda og starfsfólks þátt. Þeir sem kusu að spila ekki með voru virkir á hliðarlínunni að hvetja enda eru áhorfendur nauðsynlegir á hverjum fótboltaleik.

Áfram Djúpavogsskóli !!!

Göngum í skólann 2018

Til nemenda, foreldra og starfsfólks Djúpavogsskóla

Verkefnið Göngum í skólann hefst miðvikudaginn 5. september. Við hvetjum alla til að nýta góða veðrið til að ganga eða hjóla í skólann.

Tengil á síðu verkefnisins má finna hér.

http://www.gongumiskolann.is/

Skólastjóri

Aðalfundur foreldrafélags grunnskóla Djúpavogs

Propozycja zebrania, jeżeli ktoś ma jakieś sugestie lub pytania zachęcam do kontaktu

Börn hjálpa börnum

Nemendur í 5., 6. og 7. bekk tóku þátt í hjálparstarfi ABC.

Undirbúningur skólaársins 2018/2019

Nú er hafin vinna við undirbúning næsta skólaárs.

Dreifnám á Djúpavogi?

Dreifnám á Djúpavogi?

Austurbrú boðar nemendur á verðandi unglingastigi (7. – 9.bekk), foreldra barna á mið- og unglingastigi sem og alla sem áhuga hafa á fræðslumálum og byggðastefnu, á fund í Sambúð, mánudaginn 30. apríl kl. 20:00. Stutt kynning verður á Dreifnámi og kynning á því sem hefur verið á Vopnafirði síðustu tvö skólaárin.

Umræður á eftir.

Vonumst til að sjá sem flesta.

F.h. Austurbrúar,

Lilja Dögg og Else

Kennara vantar næsta skólaár

Næsta skólaár eru fjölmargar stöður lausar við Djúpavogsskóla. Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli sem samanstendur af grunn- og tónskóla. Í grunnskólanum eru um 70 nemendur. Gott samstarf er við leikskólann. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu.

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013.

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara í 1. og 2. bekk (samkennsla), 3. og 4. bekk (samkennsla) og 5. bekk.

Þá vantar kennara í textílmennt (um 10 kst. á viku), heimilisfræði (um 10 kst. á viku), íþróttir og sund (16 kst. á viku), tungumál á mið- og unglingastigi (um 20 kst. á viku). Einnig vantar kennara í upplýsinga- og tæknimennt um 7 st. á viku.

Okkur vantar líka þroskaþjálfa í 100% starf.

Kennarar og leiðbeinendur við grunnskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 18. apríl 2018. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans http://djupivogur.is/grunnskoli/

Deildarstjóri við Tónskóla Djúpavogs / organisti við Djúpavogskirkju

Deildarstjóra vantar við Tónskóla Djúpavogs

Djúpavogsskóli er samrekinn grunn- og tónskóli og fyrir skólaárið 2018 – 2019 vantar okkur deildarstjóra í tónskólann í 100% starf. Hann heyrir undir skólastjóra en sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi. Þá vantar einnig tónlistarkennara við grunnskólann til að sinna tónmenntakennslu og samsöng u.þ.b. 23% starfshlutfall.

Djúpavogskirkja auglýsir samhliða eftir organista við kirkjuna en starfshlutfallið þar er 27%

Um frábært tækifæri er að ræða t.d. fyrir tvo tónlistarkennara og eru möguleikar á 100% starfshlutfalli fyrir báða aðila, t.d. með því að kenna í grunnskólanum, eða bjóða uppá tónlistarnám fyrir einstaklinga, kóra eða hvað sem er.

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013. Mikil samvinna er milli grunn- og tónskólans og á hverju ári er settur upp söngleikur þar sem allir nemendur grunnskólans taka þátt með aðstoð frá nemendum og starfsfólki tónskólans. Mikil hefð er fyrir frábæru tónlistarstarfi í sveitarfélaginu og margir aðilar hér sem sinna tónlistariðkun og því fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í boði fyrir hugmyndaríkt fólk.

Laun greiðast skv. kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Sóknarprestur, Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir veitir nánari upplýsingar á sjofnjo@simnet.is eða í síma 892-7651

Umsóknarfrestur er t.o.m. 2. mars 2018.

Stuðningsfulltrúa vantar í grunnskólann

Í grunnskólann vantar stuðningsfulltrúa á yngra stig í 65% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars nk. Vinnutími er frá 8:00 – 13:10.

Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Yfirmaður stuðningsfulltrúa er skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í umboði skólastjóra.

Unnið er eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags umsækjanda.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 26. febrúar 2018.

Skólastjóri

Myndband frá undirbúningi fyrir árshátíð grunnskólans

Föstudaginn 19. janúar fer árshátíð Djúpavogsskóla fram á Hótel Framtíð. Í þetta skiptið setur skólinn upp söngleikinn Mamma Mia.

Allir dagar eftir jólafrí hafa meira og minna vera helgaðir undirbúningi og starfsfólk og nemendur hafa á hverjum degi unnið allra handa þrekvirki.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir frá þessum undirbúningi.

Spennan er svo sannarlega að verða óbærileg en eins og áður sagði fer sýningin fram á Hótel Framtíð og hefst klukkan 18:00. Allir hjartanlega velkomnir.

ÓB

Staðan á Cittaslow verkefninu í Djúpavogsskóla

Nú er ár liðið frá því að nemendur og starfsfólk í Djúpavogsskóla tóku það gæfuspor að ákveða að innleiða hugmyndafræði Cittaslow í skólana. Töluverð undirbúningsvinna hafði farið fram áður en þetta var ákveðið og höfðu viðræðu- og spjallfundir verið haldnir haustið 2015. Það var hins vegar í byrjun árs 2016 sem allt var sett á fullt og sótt var um tvo styrki til að aðstoða okkur við innleiðinguna. Annars vegar hjá Sprotasjóði, Kennarasambands Íslands og hins vegar frá Erasmus+ sem er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins, en Rannís á Íslandi sér um utanumhaldið hér á landi.

Okkur til mikillar ánægju fengum við báða styrkina sl. vor, 2,1 milljón frá Sprotasjóði og um 4,5 milljón frá Erasmus+. Frá hausti 2016 höfum við verið að máta okkur inn í verkefnið, þróa leiðir til að halda utan um innleiðinguna og vinna markvisst að því að máta okkur inn í hæglætishreyfinguna Cittaslow – sem stendur þó alls ekki fyrir að gera allt hægt. Það er eitt af því sem við erum búin að komast að í vetur.

Segja má að þrjú hugtök nái að langstærstum hluta utanum þessa hugmynd. Orðin þrjú eru: Sérstaða, fjölbreytni og virðing. Og þessi þrjú hugtök eiga að vera rauði þráðurinn í öllu skólastarfinu, það er stóra markmiðið og ljóst er að það mun taka okkur nokkur ár að festa innleiðinguna í sessi.

Í vetur höfum við áfram unnið að því að flokka, huga að matarsóun og annað slíkt. Við höfum breytt dagskipulagi í grunnskólanum, t.d settum við á sérstakan nestistíma að morgni til þess að nemendur gætu notið þess að borða nestið sitt í rólegheitunum. Einnig færðum við hádegisverðinn fram um hálftíma til að koma til móts við svanga nemendur. Að sama skapi var ákveðið að hafa útiveru í hádeginu sem varð til þess að unglingarnar okkar sátu saman allt hádegið og spjölluðu saman um heima og geima yfir matnum og yngri nemendur nutu þess að vera úti í leikjum.

Styrkirnir tveir sem við fengum voru hugsaðir til tveggja mismunandi verkefna, Sprotasjóðsstyrkurinn var hugsaður til að vinna að verkefninu inná við, fá sérfræðinga í heimsókn og til að greiða hluta kostnaðar við gerð heimildamyndar. Erasmus+ styrkurinn var hugsaður til að koma á samskiptum við skóla á Ítalíu. Nú ári síðar þá er ljóst að þessi markmið náðust bæði mjög vel.

Sex starfsmenn úr grunn- og leikskólanum fóru til Orvieto á Ítalíu í janúar 2017. Þar var lagður grunnur að áframhaldandi samstarfi og verkefnið kortlagt. Í maí 2017 fóru síðan 12 unglingar úr 8.-10. bekk í skólaheimsókn, ásamt þremur fylgdarmönnum. Nemendur dvöldust í fimm daga í Orvieto við leik og störf og kynntust þar fullt af nýju fólki og ekki síst nýrri menningu. Ferðalangarnir fengu heimboð til ítalskra fjölskyldna þar sem þeir snæddu ítalskan heimilismat og kynntust heimilishaldi þar. Komu þeir heim með frábærar minningar og eru spenntir að launa þeim greiðann þegar nemendur frá Ítalíu koma að heimsækja okkur vorið 2018.

Hvað framhaldið varðar þá er gleðilegt að segja frá því að við sóttum aftur um í Sprotasjóðinn og fengum 1.6 milljónir í styrk fyrir næsta skólaár. Erasmus+ styrkurinn var til tveggja ára þannig að verkefnið hefur samtals fengið um 8 milljónir. Í september munu sex kennarar frá Orvieto heimsækja Djúpavog og verður gaman að geta sýnt þeim þorpið okkar, skólana og næsta nágrenni, auk þess sem við munum að sjálfsögðu halda áfram að þróa verkefnið áfram.

Við erum búin að komast að því að innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow er langhlaup. Við héldum fyrst að við gætum tikkað í box og sagt svo eftir tvö ár að við værum búin og gætum þá farið að snúa okkur að einhverju öðru. Það er alls ekki þannig því við ætlum að verða Cittaslow, við ætlum að hlúa að sérstöðu okkar sem skóla og samfélags, við ætlum að fagna fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum og við ætlum að bera virðingu fyrir sjálfum okkur og eins og okkur er frekast unnt. Þannig aukum við lífsgæði okkar og annarra og þannig náum við hæglætinu sem felst í því að lifa og njóta.

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir,
skólastjóri Djúpavogsskóla

Með þessari frétt er mynd af hugarkorti sem nemendur á Kríudeild í leikskólanum unnu með deildarstjóranum sínum í vetur. Eins og þið sjáið eru þrír litir á kortinu. Fyrsta skipti sem nemendur skrifuðu inná það er með rauðum lit. Það sem er svart kemur næst og það skráðu nemendur eftir að hafa hitt Pál Líndal. Þriðja skráningin er síðan með bláum lit

Nýtt skóladagatal

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á síðuna hér til hliðar.

Skólastjóri

20.06.2017

Störf við tónskóla og grunnskóla

Tónskólinn

Í tónskólann vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra en sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi. Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf. Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara í 3. bekk og umsjónarkennara í 5.-7. bekk. Einnig vantar okkur dönskukennara um 10 kst. á viku.

Kennarar og leiðbeinendur við grunn- og tónskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 23. júní 2017. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans http://djupivogur.is/grunnskoli/

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli. Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla. Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu.

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013.

Tónskóli Djúpavogs auglýsir

Í tónskólann á Djúpavogi vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra Djúpavogsskóla en deildarstjórinn sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi. Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf. Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Unnið er eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli. Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla. Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 26. maí 2017.

Laus störf við Djúpavogsskóla

Næsta skólaár eru fjölmargar stöður lausar við Djúpavogsskóla. Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli. Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla. Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu.

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013.

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara á yngsta stigi.

Þá vantar kennara í textílmennt (um 9 kst. á viku), heimilisfræði (um 9 kst. á viku), íþróttir og sund (16 kst. á viku), tungumál á mið- og unglingastigi (um 20 kst. á viku).

Einnig vantar sérkennara í 100% starf og þroskaþjálfa í 100% starf.

Þess má geta að Ungmennafélaginu Neista vantar einnig þjálfara næsta skólaári. Núverandi fyrirkomulag er þannig að íþróttakennari grunnskólans kennir íþróttir og sund fyrir hádegi og þjálfar síðan íþróttir fyrir ungmennafélagið eftir hádegi. Saman eru þessi tvö störf rúmlega 100%. Upplýsingar um þjálfarastarfið veita Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sveitarstjori@djupivogur.isog William Óðinn Lefever framkvæmdastjóri Neista, odinn@djupivogur.is. Þjálfarastaðan er auglýst til eins árs, vegna fæðingarorlofs.

Tónskólinn

Í tónskólann vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra en sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi. Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf. Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Aðstoðarskólastjóri, kennarar og leiðbeinendur við grunn- og tónskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 11. maí 2017. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans http://djupivogur.is/grunnskoli/

Kynningarfundur um innleiðingu Cittaslow í Djúpavogsskóla

Kæru íbúar Djúpavogshrepps
Miðvikudaginn 1. mars verður kynning á innleiðingu Cittaslow í Djúpavogsskóla. Hún verður í grunnskólanum frá 17:00 - 18:00. Alilr eru hjartanlega velkomnir. 
Klukkan 18:00 verður fundur með foreldrum barna í 8.-10. bekk til að ræða fyrirhugað skólaferðalag til Ítalíu í maí.
 
Dear inhabitants in Djúpivogur
On Wednesday the 1st of March there will be introduction on the implementation of the Cittaslow ideology in Djúpavogsskóli. It will take place in grunnskóli from 17:00 - 18:00. Everyone is welcome.
From 18:00 - 19:00 there will be a meeting with the parents of the children in the 8th - 10th class to discuss there visit to Italy in May.
 
Bestu kveðjur,
Halldóra Dröfn, skólastjóri

Danssýning í dag

Í dag klukkan 15:00 verður danssýning 0.-10. bekkjar í íþróttamiðstöðinni.  Nemendur hafa verið að æfa sig alla vikuna undir stjórn Guðrúnar Smáradóttur frá Neskaupstað og í dag fáum við að njóta þess að sjá hvað þau eru orðin flink.

Aðgangur er ókeypis og hvet ég alla sem komast til að kíkja á okkur í dag.  Lofa frábærri skemmtun :)

Skólastjóri Djúpavogsskóla

Árshátíðin 2016 til sölu

Árshátíð Grunnskólans sem fram fór í nóvember síðastliðnum hefur nú verið færð á svokallað DVD form. Já, við höfum alltaf reynt að aðlaga okkur nýjustu tækni og vísindum og bjóðum því upp á þetta nýstárlega form, í þeirri vissu um að heimili sveitarfélagsins verði öll komin með svokallaðan DVD-spilara innan fárra missera og þannig geti heimilisfólk sameinast þegar því hentar framan við sjónvarpið og horft saman á dýrðina.

Já, þið lásuð rétt - með DVD tækninni ræður þú hvenær þú horfir og getur meira að gert hlé á sýningunni, fært myndina áfram og til baka, allt eftir þínum hentugleik.

Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Dýrunum í Hálsaskógi á DVD formi er ráðlagt að senda rafrænan póst á netfangið oli@djupivogur.is eða hringja þrjár langar og eina stutta í síma 863-9120.

ÓB

Djúpavogsskóli auglýsir stöður við tónskóla og tónmenntakennslu

Áralöng hefð er fyrir metnaðarfullri tónlistarkennslu við Tónskóla Djúpavogs.  Sl. hafa hefur hærra hlutfall nemenda útskrifast með grunnpróf úr skólanum, en á landsvísu.  Einn nemandi útskrifaðist með miðpróf sl. vor.  Tónlistarlíf á Djúpavogi er frábært.  Í grunnskólanum hafa tónlistarkennarar tónskólans komið að kennslu við samsöng tvisvar í viku og séð um tónmenntarkennslu í yngri bekkjum.  Grunn- og tónskólinn hafa sameinast um stóra árshátíð ár hvert þar sem söngur og tónlist hafa spilað stórt hlutverk.  Tónskólinn hefur staðið fyrir jóla- og vortónleikum, séð um undirspil á litlu jólunum og við ýmis tækifæri.  Stærsta verkefni tónskólans sl. ár hefur verið Músik Festival eldri nemenda sem hefur verið í einu orði sagt frábær skemmtun.

Nú vantar okkur deildarstjóra og kennara við tónskólann.  Deildarstjórastaðan er 100% starf.  Þá vantar kennara í 50% starf við tónskólann og eftir áramót vantar tónmenntakennara við grunnskólann til að sjá um samsönginn og tónmenntakennsluna, sem gerir ca. 20% starf. 

Þá vil ég einnig vekja athygli á því að það vantar organista við Djúpavogskirkju (sjá auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagins).

Saman gætu þetta verið um tvö stöðugildi, fullkomin störf fyrir par sem hefði áhuga á að vinna í litlum, dásamlegum skóla í yndislegu litlu þorpi þar sem nóg er að gera og verkefnin óþrjótandi.  Mannlífið er mjög fjölbreytt, náttúran stórkostleg og þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem langar að prófa eitthvað nýtt eða láta gamla drauma rætast.

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Laun eru skv. kjarasamningum.  Umsjóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans.

Skólastjóri

Myndasafn frá árshátíð grunnskólans 2016

Árshátíð grunnskólans fór fram föstudaginn 4. nóvember en þá var sett upp leikritið sígilda, Dýrin í Hálsaskógi.

Meðfylgjandi eru myndir frá árshátíðinni, annars vegar baksviðs fyrir sýningu og svo frá sýningunni sjálfri.

Myndasöfnin má sjá með því að smella hér.

ÓB

Leikskólakennari

Leikskólinn Bjarkatún auglýsir eftir leikskólakennara til starfa. Starfið er laust frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 470-8720 og gudrun@djupivogur.is.

Börn úr Djúpavogshreppi í Stundinni okkar í kvöld

Meðal þess sem boðið er upp á í Stundinni okkar á RÚV í vetur eru innslög frá landsbyggðinni, einn bær í hverjum þætti. Þar eru tekin viðtöl við 4-5 krakka, sýndar svipmyndir úr bæjarfélaginu og margt fleira skemmtilegt.

Nú er röðin komin að Djúpavogi, en Stundin okkar staldraði hér við eina dagsstund sl. sumar. 

Þátturinn verður sýndur kl. 18:00 í kvöld og þau börn sem koma fram eru Óðinn Pálmason, Birgitta Björg Ólafsdóttir, Aldís Sigurjónsdóttir og Viktor Ingi Sigurðarson.

Við hvetjum alla til að fylgjast með í kvöld.

ÓB

Generalprufa árshátíðar 2016

Djúpavogsskóli setti upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi.  Tjaldahópi (elstu börn leikskólans) var boðið á generalprufuna og höfðu börnin þetta að segja um sýninguna:

  • Rosalega skemmtilegt leikrit
  • Fyndnast var þegar Bangsapabbi öskraði á Mikka ref af því hann hafði borðað svínslæri
  • Lilli klifurmús var svo sniðugur að klifra upp í tréð
  • Húsamýsnar voru lang skemmtilegastar
  • Það var fyndið þegar bangsastrákarnir fóru í baðið
  • Síðan voru auðvitað systkinin langflottust en líka allar frænkurnar og frændurnir í leikritinu

 

Myndirnar sem hér birtast eru teknar af nemendum Tjaldahóps

 

Árshátíð grunnskólans 2016

Minni á árshátíð grunnskólans á morgun, föstudaginn 4. nóvember.  Auglýsingin er hér.

Við litum eldsnöggt við á æfingu í dag og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þá verður þetta ekkert smá flott!

Skólastjóri

 

 

 

 

 

 

 

Djupavogsskoli

 

Zespó³ szkó³ podstawowych i muzycznych w Djúpivogur poszukuje pracowników na stanowiska :

 

W szkole podstawowej:

Nauczyciel do 3 klasy. Praca w zespole dwuosobowym. Zatrudnienie na 50% etatu. Termin sk³adania wniosków up³ywa 15 listopada. Pracownik powinnien byæ gotowy do podjêcia pracy w jak najszybszym terminie.

 

Opiekunowie  do œwietlicy szkolnej oraz do pomocy w porze obiadowej. Praca od wtorku do pi¹tku w godzinach 11.45-16.15, w poniedzia³ki od 10.50. Zakres obowiazków w zale¿noœci od potrzeb mo¿e ulegaæ zmianie. Zatrudnienie na 61% etatu. Termin sk³adania wniosków up³ywa   1 listopada. Pracownik powinnien byæ gotowy do podjêcia pracy w jak najszybszym terminie.

 

 

Do szko³y muzycznej:

G³ówny nauczyciel prowadz¹cy w szkole muzycznej. Zakres obowi¹zków - œcis³a wspó³praca z dyrekcj¹ szko³y oraz zorganizowanie pracy dla uczniów w szkole muzycznej. Zatrudnienie na 100% etatu.

 

Nauczyciel do szko³y muzycznej. Praca pod nadzorem kierownika szko³y muzycznej. Zatrudnienie na 50% etatu.

Osoba ubiegaj¹ca siê o posadê mo¿e posiadaæ status studenta. Nie wymagany jest dyplom nauczyciela.

 

Wszelkie informacje odnoœnie og³oszenia mo¿na uzyskaæ pod adresem email : skolastjori@djupivogur.is lub proszê dzwoniæ pod numer tel. 470-8713.

P³ace w ramach uk³adów zbiorowych. Formularze zg³oszeniowe mo¿na znaleŸæ na stronie szko³y.

 

Dyrektor szko³y

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

Djúpivogur

Vetri fagnað 2016

Í leikskólanum fögnum við alltaf því að veturinn sé að koma.  Það gerðum við á föstudeginum fyrir fyrsta vetrardag sem var á laugardegi.  Við héldum diskótek og buðum 4. og 5. bekk grunnskólans til að fagna þessu með okkur.  Allir fengu svo köku eftir diskóið.  Allir skemmtu sér vel og voru óskalögin mörg og dansstílarnir fjölbreyttir. 


Fleiri myndir hér

ÞS

Kvennafrí í dag kl. 14:38 - tilkynning frá Djúpavogsskóla

Vegna kjarabaráttu kvenna munu konur í Djúpavogsskóla leggja niður störf kl. 14:38 í dag, mánudaginn 24. október.

Af því tilefni biðjum við forráðamenn að gera ráðstafanir og sjá til þess að búið verði að sækja börnin í grunn- og leikskóla fyrir þann tíma.

Sjá nánar um kvennafrídaginn hér.

Skólastjórar Djúpavogsskóla.

 

 

Laust starf í Tryggvabúð

Djúpavogshreppur auglýsir 50 % starf í Tryggvabúð frá 1. október. Um er að ræða framtíðarstarf í félagsmiðstöð eldri borgara. 
Félagsmiðstöð eldri borgara í Tryggvabúð er staðsett að Markarlandi 2, Djúpavogi og er opin öllum þeim sem þangað vilja koma. 
Þar fer fram fjölbreytt félags- og tómstundastarf auk dagþjónustu fyrir eldri borgara

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið starfsmanns 
• Umsjón með félagsstarfi í samvinnu við stjórn Félags eldri borgara í Djúpavogshreppi, félags- og tómstundanefnd og sveitarstjóra
• Matseld í hádegi, morgun- og síðdegiskaffi, þrif
• Viðkomandi veitir einstaklingum persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu

Við leitum að einstaklingi með
• þekkingu og reynslu af því að starfa með fólki
• skipulagshæfileika
• lipurð í mannlegum samskiptum
• hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
• íslenskukunnáttu

Launakjör eru skv. kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi félög.

Umsóknir skulu berast á skrifstofu sveitarfélagsins Bakka 1, 765 Djúpavogi, fyrir 29. september n.k. 

Umsóknareyðublöð má nálgast með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður í s. 843-9889 og á netfanginu sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri