1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Grunnskóla Djúpavogs og er heimili þess á Djúpavogi. Foreldrar barna í skólanum og/eða forráðamenn eru sjálfkrafa félagar. Svo er og um starfsmenn skólans. Aðrir sem áhuga hafa á málefnum skólans geta fengið inngöngu í félagið.
2. gr.
Markmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda skólans. Markmiði sínu hyggst félagið ná með því m.a.:
* að koma á umfæðufundum um skóla- og uppeldismál almennt í samráði við skólann.
* Að veita skólanum lið svo að aðstæður til náms og félagslegra starfa verði samkvæmt kröfum hvers tíma.
* Að veita skólanum aðstoð vegna ákveðinna verkefna og starfa í skólanum.
* Að koma fram með óskir um breytingar á starfi skólans.
* Að vera vettvangur athugana á venjum barna í skólahverfinu.
3. gr.
Eftir að stjórn hefur komið saman í upphafi skólaárs boðar hún til aðalfundar. Stjórnina skipa 5 menn, þar af 4 úr röðum foreldra og 1 úr hópi starfsmanna skólans, kosinn á almennum kennarafundi. Jafn margir skulu kosnir til vara. Á aðalfundinum skal kjósa 2 nýja fulltrúa í stjórn félagsins og jafn marga til vara. Eigi skal fulltrúi sitja í stjórn lengur en 2 ár í senn. Stjórnin skiptir rmeð sér verkum. Fulltrúi starfsmanna skólans skal þó hvorki vera formaður né varaformaður.
4. gr.
Stjórnin komi saman til fundar minnst tvisvar á skólaárinu. Fyrsti fundur skal haldinn í október. Þar skulu rædd mál er varða skólann almennt, sbr. 2.gr. Stjórnin undirbýr og boðar til aðalfundar sem halda skal a.m.k. 1 sinni á ári og boðaður er með minnst viku fyrirvara. Tillögur frá félagsfundum skal senda stjórninni til afgreiðslu. Félagsstjórn er skylt að halda fund í félaginu ef a.m.k. 10 félagsmenn æskja þess. Stórnin heldur félagatal.
5. gr.
Félagsstjórn skal ekki sina klögumálum eða hafa afskipti af vandamálum sem upp kunna að koma milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans.
6. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda sé það tilkynnt í fundarboðum með minnst viku fyrirvara. Félagsfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.