Djúpivogur
A A

28. ágúst 2015

28. ágúst 2015

28. ágúst 2015

skrifaði 08.09.2015 - 16:09

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 28.08.2015

5. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 28. ágúst 2015 kl. 10:00. Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt ásamt Gauta Jóhannessyni sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Beiðni um breytingu á reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að óska eftir við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að þeim útgerðum á Djúpavogi sem var úthlutað byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015 verði heimilað að víkja frá því skilyrði að að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta fyrir 1. september 2015. Ástæða beiðninnar er að byggðakvóti Djúpavogshrepps kom til úthlutunar þegar yfirstandandi kvótaár var rúmlega hálfnað sem torveldaði að mögulegt væri að tvöfalda byggðakvótaúthlutun til vinnslu á tilskildum tíma. Í ljósi þess áfalls sem útgerð og fiskvinnsla á Djúpavogi varð fyrir í fyrra þegar Vísir hf. tilkynnti um áform sín um að hætta starfsemi á staðnum, sem svo varð um áramót og þeirrar stöðu sem komin er upp hjá fiskeldi á staðnum sem að stórum hluta hefur selt afurðir sínar til Rússlands er afar brýnt að þær aflaheimildir sem þó eru eftir á staðnum nýtist á næstu vikum og mánuðum.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:15.

Fundarerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.