Djúpivogur
A A

7. júní 2012 (aukafundur)

7. júní 2012 (aukafundur)

7. júní 2012 (aukafundur)

skrifaði 08.06.2012 - 10:06


Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Aukafundur 21.06.2012

26. fundur 2010 – 2014


Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 7. júní 2012  kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Irene Meslo, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1.    Undirskriftalisti frá íbúum í dreifbýli vegna refaveiða

Sveitarstjórn barst undirskriftalisti þar sem segir:

 „Við undirrituð förum hér með fram á að sveitarstjórn Djúpavogshrepps endurskoði afstöðu sína til eyðingar á ref og leggi í það verulegt fjármagn ásamt því að ráða grenjaskyttu á syðsta svæðið hið fyrsta, því stuttur tími er til stefnu. Að okkar mati er mjög mikilvægt að vel sé að þessum málum staðið.

Minna má á að við sameiningu sveitarfélagana á sínum tíma. Var þetta eitt af þeim málum sem hvað mest áhersla var lögð á að haldið yrði í lagi.“

Oddviti lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:

Í ljósi undirskriftalista mikils meirihluta íbúa úr dreifbýli Djúpavogshrepps  ódags. auk bókunar frá landbúnaðarnefnd dags. 27.04.2012 um málið sem hafnað hafði verið á sveitarstjórnarfundi dags. 10.05.2012 er sveitarstjórn í ljósi málavöxtu sammála um að endurskoða afstöðu til málsins.  

Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða aukafjárveitingu sem verði úthlutað til refaveiða  fyrir árið 2012 að upphæð 500.000 kr.  Ráðnum veiðimönnum verði sömuleiðis gefin kostur á að leita á syðsta svæðinu og verður fyrirkomulag það unnið í samráði við sveitarstjóra.

Þá telur sveitarstjórn jafnhliða mikilvægt að fyrirkomulag refaveiða verði tekið til endurskoðunar sem og gjaldskrá við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:15

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.