Djúpivogur
A A

18. maí 2012

18. maí 2012

18. maí 2012

skrifaði 21.05.2012 - 08:05

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  18. 05. 2012

25. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstud. 18. maí 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Albert Jensson, Irene Meslo og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2011, síðari umræða.            .

Helstu niðurstöður ársreiknings 2011 eru, í þús. króna:

A hluti    

Tekjur                                354.282
Rekstargjöld                       279.747
Afskriftir                              15.148
Fjármagnsgjöld                    38.555
Rekstrarniðurstaða jákvæð    20.832
    
A og B hluti    

Tekjur                               398.958
Rekstargjöld                      299.570
Afskriftir                              23.909
Fjármagnsgjöld                    44.588
Tekjuskattur                            259
Rekstrarniðurstaða               31.150
    
Efnahagur A hluta 31.12.2011    

Heildareignir                      545.458
Eigið fé                               81.136
Skuldir                              464.322
    
Efnahagur A og B  hluta 31.12.2011    

Heildareignir                      677.548
Eigið fé                             158.343
Skuldir                              519.206

Sveitarstjórn vill undir þessum lið fagna þeim árangri sem náðst hefur í fjármálum sveitarfélagsins við annars erfitt rekstrarumhverfi og að því tilefni vill sveitarstjórn þakka sveitarstjóra sérstaklega hlut hans í þeim árangri sem náðst hefur.  Sveitarstjórn er sömuleiðis meðvituð um að áfram þarf að gæta aðhalds í rekstri, jafnhliða því sem hugað verði að frekari sölu eigna.

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borin upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

2.    Samþykkt um B-gatnagerðargjöld, síðari umræða

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að fá staðfestingu ráðherra og fá birtingu í Stjórnartíðindum.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:30.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.