Djúpivogur
A A

Starfshópur um viðbyggingu vð Grunnskólann - 13.11.2018

Starfshópur um viðbyggingu vð Grunnskólann - 13.11.2018

Starfshópur um viðbyggingu vð Grunnskólann - 13.11.2018

Ólafur Björnsson skrifaði 13.11.2018 - 10:11

3. fundur starfshóps um viðbyggingu við Grunnskólann

Fundur var haldinn í starfshópinum að Bakka 1, Djúpavogi, mánudaginn 13.11.2018 kl. 17:00. Fundinn sátu Kári Snær Valtingojer, Bergþóra Birgisdóttir, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Kristján Ingimarsson, Þorbjörg Sandholt, Hugrún Malmquist Jónsdóttir, Rúnar Matthíasson og Valgeir Kjartansson.

Kári stjórnaði og ritaði fundinn

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Kynning formanns á dagskrá fundarins.

2. Umræður um tillögu (B)

Viðbygging á 2 hæðum. Kostnaður við að nýta efri hæð sem kennslustofu er talin of mikill.

3. Umræður um tillögu (A)

Viðbygging á 1 hæð. Nefndi ræddi það að færa salernin í tölvustofuna og reyna að hafa verkmenntahúsið skipt í tvennt þannig að rýmin séu opnari. Og verði gert ráð fyrir gluggum á norðurvegg sem opna mætti þegar smíðaskúrinn verður fjarlægður.

4. Nefndin leggur til að unnið verði með viðbyggingu (tillaga A) á 1 hæð. Með þeim fyrirvara að innhúss skipulag verði gert í samráði við skólastjóra og fagfólk.

HDH vill bóka að farið verði sem fyrst í næsta skref viðbyggingar sem felur í sér tvær kennslustofur á 1 hæð við norð/austur álmu skólans.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:23. Fundargerðin færð í tölvu.