Sveitarstjórn - 10. september 2020

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.9.2020
25. fundur 2018-2022
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10.9. 2020 kl. 16:15.
Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að lið 10 yrði bætt við dagskrána og var það samþykkt.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni
Sveitarstjórn samþykkir að heimila sveitarstjóra að hækka skammtímalán hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins um allt að 20 millj. kr., til að mæta sveiflum í sjóðsflæði sveitarfélagsins.
2. Fundargerðir
a) Stjórn Austurbrúar, dags. 18. ágúst 2020. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 18. ágúst 2020. Lögð fram til kynningar.
c) Hafnarnefnd, dags. 20. ágúst 2020. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2020. Lögð fram til kynningar.
e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 1. september 2020. Lögð fram til kynningar.
f) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 9. september 2020. Lögð fram til kynningar.
3. Erindi og bréf
a) Íbúafundur á Borgarfirði eystri, ályktanir um sjávarútvegsmál, dags. 26. júní 2020. Sveitarstjórn tekur undir ályktanir íbúafundarins.
b) Samband ísl. sveitarfélaga, forsendur fjárhagsáætlana, dags. 2. júlí 2020. Lagt fram til kynningar.
c) Hafnasamband Íslands, boðun á hafnasambandsþing, dags. 3. júlí 2020. Lagt fram til kynningar.
d) Reynir Arnórsson, Herbertslundur, dags. 17. ágúst 2020. Sveitarstjórn líst vel á hugmyndina og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við staðarhaldara á Teigarhorni.
e) Búlandstindur, erindi tengd laxeldi, dags. 24. ágúst 2020. Sveitarstjórn leggur áherslu á að sem fyrst verði gengið frá formlegri viljayfirlýsingu í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Gleðivík sbr. bókun sveitarstjórnar 9. júlí sl. Sveitarstjórn leggst ekki gegn því að þurrkarahús verði leigt undir umbúðalager en leggur áherslu á að slíkt verði gert að höfðu samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.
f) Fiskeldi Austfjarða, leiga á mjölhúsi, dags. 25. ágúst 2020. Sveitarstjórn leggst ekki gegn því að Fiskeldi Austfjarða verði leigt allt mjölhúsið en leggur áherslu á að slíkt verði gert að höfðu samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.
g) Umboðsmaður barna, hlutverk og tilgangur ungmennaráða, dags. 26. ágúst 2020. Lagt fram til kynningar.
h) Umf. Neisti, fyrirliggjandi verkefni, dags. 27. ágúst 2020. Sveitarstjórn tekur undir áherslur Umf. Neista og mun koma þeim áfram til nýrrar sveitarstjórnar með það að markmiði að þeim verkefnum sem þegar hafa fengið brautargengi verði lokið á þeim forsendum sem rætt hefur verið um.
i) Foreldrafélag Djúpavogsskóla, leik- og útivistarsvæði, dags. 28. ágúst 2020. Sveitarstjórn vekur athygli á að framkvæmdum vegna rólanna er lokið en tekur undir með foreldrafélaginu að verkið dróst úr hófi fram. Þeim hluta erindisins sem varðar framtíðaruppbyggingu á leik- og útivistarsvæði er vísað til heimastjórnar.
j) Ólöf Vilbergsdóttir og Guðni Þórir Jóhannsson, leiksvæði fyrir börn, dags. 30. ágúst 2020. Vísað til heimastjórnar.
k) Björgunarsveitin Bára og Rauðakrossdeild Djúpavogs, björgunarmiðstöð, ódags. Sveitarstjórn tekur undir mikilvægi þess að komið verði upp einni miðlægri björgunarmiðstöð hið fyrsta þar sem allir viðbragðsaðilar væru undir sama þaki. Vísað til heimastjórnar.
l) Fljótsdalshérað, breyting á aðalskipulagi, ódags. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
4. Kjaramál
Nýir kjarasamningar við Félag leikskólakennara, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélags Íslands lagðir fram til kynningar. Samkomulag um framlengingu viðræðuáætlunar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum lagt fram til kynningar.
5. Viðauki við fjárhagsáætlun – Borgarfjörður eystri
Sveitarstjórn gerir ekki athugaemdir við framlagðan viðauka.
6. Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2020
Lögð fram til kynningar.
7. Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2019
Lögð fram til kynningar.
8. Staða tæknilegra innviða sveitarfélaga
Skýrsla um stöðumat á stafrænni vegferð og úttekt á tæknilegum innviðum sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.
9. Seyðisfjarðarkaupstaður – viðaukar við fjárhagsáætlun
Viðaukar 5,6 og 7 við fjárhagsáætlun Seyðisfjaraðarkaupstaðar lagðir fram og samþykktir.
10. Frumvarp til laga um breytingu á stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)
Farið yfir frumvarpið þar sem lagðar eru til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem varða ráðstöfun þeim aflaheimildum sem ríkið er með forræði yfir (5,3%). Sveitarstjóra falið að senda umsögn í samráðsgátt fyrir hönd sveitarstjórnar.
11. Framkvæmdir við grunnskólann
Farið var yfir minnisblað frá úttektarmanni byggingarfulltrúa vegna viðbyggingar við grunnskólann. Úttektarmaður lýsir yfir ánægju með samskipti við verktaka í tengslum við framkvæmdina sem er í samræmi við fjárhagsáætlun að frátöldum aukaverkum sem féllu til á byggingartíma.
a) Djúpivogur - Innri-Gleðivík - stækkun athafnasvæðis við Háukletta - breyting á aðalskipulagi
Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi dags. 24. ágúst 2020. Tillaga lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar og auglýsa niðurstöðu.
b) Djúpivogur – uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi (greinargerð dags. 28. ágúst 2020 / uppdráttur dags 17. ágúst 2020) lögð fram og samþykkt til kynningar. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna.
c) Eyjólfsstaðir – tjaldsvæði - deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi (dags. 10. júní 2020) lögð fram og endanlega samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
d) Bragðavellir – lagning göngustíga frá bæjarsvæði að áningarstað við Snædalsfoss – framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn samþykkir að veita Bagga ehf, kt. 630801-2490, framkvæmdaleyfi fyrir gerð göngustígs að Snædalsfossi, sbr. umsókn dags. 26. ágúst 2020. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 – 2020 m.s.br. og gildandi deiliskipulagi á svæðinu. (greinargerð dags. 10. desember 2019 m.s.br. / uppdráttur dags. 5. desember 2019 m.s.br.). Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
e) Blábjörg – lóð fyrir rekstur gistiþjónustu – óveruleg breyting á deiliskipulagi
Tillaga að óverulegri breytingu (dags. 8. júlí 2020) lögð fram og endanlega samþykkt.
Skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar og auglýsa breytinguna.
f) Skipulagsgerð vegna fráveituframkvæmda
Með vísan í bréf Mannvits varðandi fráveituframkvæmdir við voginn (dags. 7. september 2020) samþykkir sveitarstjórn að hafin verði vinna við tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðra framkvæmda eins og þeim er lýst í útboðslýsingu dags. 7. júlí 2020. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
13. Skýrsla sveitarstjóra
a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu ljósleiðaravæðingar í dreifbýli í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að lagningu ljósleiðara að sveitarfélagamörkum í suðri og sæstrengs yfir Berufjörð ljúki á næstu vikum og að tengingar heim á bæi fylgi í kjölfarið.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu við fráveituverkefni sem boðið var út á árinu. Samkvæmt tillögu undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaga er gert ráð fyrir að umsjón með framkvæmdinni færist yfir til Hitaveitu Egilsstaða og Fella.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með forstjóra Vegagerðarinnar þar sem fylgt var eftir áherslumálum í samgöngumálum s.s. Axarvegi auk þess sem fundað var með fulltrúum hafnasviðs vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda í Djúpavogshöfn.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir komu nýrrar slökkvibifreiðar sem kom á Djúpavog í vikunni. Um er að ræða afar fullkominn bíl sem keyptur er frá Þýskalandi og mun leysa af hólmi annan sem fyrir löngu er orðinn úreltur. Gert er ráð fyrir að hann verði til sýnis f. almenning fljótlega. Sveitarstjórn fagnar þessu löngu tímabæra framfaraskrefi í brunavörnum á staðnum.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:10.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Þorbjörg Sandholt, fundarritari.