Djúpivogur
A A

Hafnarnefnd - 07.11.2018

Hafnarnefnd - 07.11.2018

Hafnarnefnd - 07.11.2018

Ólafur Björnsson skrifaði 07.11.2018 - 09:11

1. fundur Hafnarnefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í Hafnarnefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, miðvikudaginn 7. nóvember 2018 kl. 13:00. Fundinn sátu Eiður Ragnarsson, formaður Sigurjón Stefánsson og Ævar Orri Eðvaldsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitar- og hafnarstjóri og Stefán Guðmundsson hafnarvörður.

Formaður ritaði fundargerð og stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Gjaldskrá Djúpavogshafnar.
2. Framkvæmdir við Djúpavogshöfn
3. Stálþil hafskipabryggju
4.
Starf nefndarinnar.

---

1. Gjaldskrá Djúpavogshafnar.

Hafnarstjóra og hafnarverði falið að koma með tillögur að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir næsta fund Hafnarnefndar.

2. Framkvæmdir við Djúpavogshöfn.

Vegna aukinna umsvifa þarf að huga að framkvæmdum við höfnina og ljúka við hönnun á hafnarsvæði. Gera þarf ráð fyrir 4 milljónum króna í hönnunarkostnað í fjárhagsáætlun.

3. Stálþil frystihúsbryggju.

Formaður fór yfir stöðu mála varðandi stálþil við frysthús-bryggju og nauðsynlegar úrbætur á því. Ljóst er að þilið er orðið tært og þarfnast endurnýjunar.

4. Starf Hafnarnefndar.

Farið yfir starfið nefndarinnar fram að áramótum og næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 5. des.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:45

Eiður Ragnarsson fundarritari.