Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7. mars 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7. mars 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7. mars 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 07.03.2019 - 08:03

Fundargerð 6. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 7.mars 2019 kl. 08:00. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Hafliði Sævarsson, Sigurjón Stefánsson, Ingi Ragnarsson og Þór Vigfússon. Einnig sat fundinn Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi. Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Erindi og bréf

2. Opinn fundur um ferðaþjónustu

3. Utandagskrá Hammondhátíðar

4. Atvinnu-menningarmálafulltrúi

5. Önnur mál

--

1. Erindi og bréf

Nefndinni barst bréf frá Eið Gísla Guðmundssyni vegna minkaveiða. Nefndin þakkar Eið Gísla bréfið og leggur til að hugmyndir hans verði skoðaðar frekar. Nefndin leggur til að minnkaveiðar verði auglýstar sem fyrst og hvetur áhugasama að sækja um.

2. Opinn fundur um ferðaþjónustu

Opinn fundur um ferðaþjónustu sem auglýstur var 16.mars verður færður á sunnudaginn 17.mars á Hótel Framtíð og nánar auglýst síðar. Gretu falið að vinna málið frekar og hafa samband við ferðaþjónustu aðila. Nefndin hvetur alla áhugasama um ferðaþjónustu til að taka daginn frá.

3. Utandagskrá Hammondhátíðar 2019

Nokkrir áhugaverðir viðburðir eru bókaðir á utandagskrá. Nefndin hvetur alla sem áhuga hafa að taka þátt í utandagskrá að mæta í kaffispjall Við Voginn, miðvikudaginn 20.mars, kl.17:00 þar sem ferkari dagskrá verður rædd.

4. Styrkur vegna eldri borgarar

Þorbjörg gerði grein fyrir fundi sem hún og Dröfn Freysdóttir áttu með félagi eldri borgara. Á þeim fundi var gert grein fyrir áherslu nefndarinnar að efla menningarlíf eldri borgara í Djúpavogshreppi og styrk sem veittur er til þess. Dröfn, sem er umsjónarmaður með félagsstarfi eldri borgara er falið að finna styrknum farveg í samstarfi við eldri borgara.

5. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi

Greta Mjöll gerði grein fyrir verkefnum sem hún hefur unnið að á s.l. vikum m.a. styrkumsóknir, vinnureglur vegna menningarsjóðs, pokastöð sem hóf nýlega göngu sína. Bóndavarðan er í vinnslu og stefnt er að því að hún komi út 8.apríl næst komandi. Stefnt er á að matvörur úr héraði verði sýninlegar í Kjörbúðinni með vorinu.

4. Önnur mál

Nefndin leggur 430 ára verslunar afmæli Djúpavogshrepps verð fagnað á afmælisdaginn þann 20.júní næst komandi. Einnig leggur nefndin til að nýta afmælisárið í átak í að fegra umhverfi okkar. Gretu falið að vinna málið áfram.

Stefnt er að því að hafa opinn fund um landbúnaðarmál þann 6. apríl næstkomandi, nánar auglýst síðar.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:15

Næsti fundur fyrirhugaður 4. apríl.

Þorbjörg var fundarritari