Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7. nóvember 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7. nóvember 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7. nóvember 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 07.11.2019 - 09:11

Fundargerð 12. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 7.nóvember 2019 kl. 16:15. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Hafliði Sævarsson, Sigurjón Stefánsson og Þór Vigfússon. Einnig sat Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi fundinn.

Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Skýrsla atvinnu- og menningarmálafulltrúa
2. Bréf frá Ólafi Eggertssyni
3. Bréf frá Guðmundi Einari Skagalín
4. Langabúð
5. Önnur mál

--

1. Skýrsla atvinnu- og menningarmálafulltrúa

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir gerði grein fyrir þeim málnum sem hún hefur unnið að s.l. mánuð. Dagar myrkurs fóru vel fram og margir tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá. Rithöfundalestin kemur til okkar 17.nóvember. Vel var mætt á fund vegna matarsmiðju í Djúpavogshreppi og haldið verður áfram að vinna það verkefni. Halldóra vinnur að því að fá árlegan styrk vegna fjarlægðar. Unnið er að því að búa til reglur vegna menningarsjóðs. Halldóru falið að vinna þær fyrir næsta fund svo hægt verði að virkja sjóðinn sem fyrst. Halldóru falið að svara innsendum erindum vegna styrkja. Stefnt er á að Bóndavarðan komi út í lok nóvember. Eggin í Gleðivík eiga tíu ára afmæli á þessu ár. Af því tilefni lýsir nefndin yfir áhuga á að skoðað verið að kaupa fleiri lítil egg sem seld verða sem minjagripir. Halldóra kynnti fyrir okkur rafræn námskeið sem Austurbrú stendur fyrir. Nefndin leggur til að starfsmönnum sveitarfélagsins verði gert kleift að sækja slík námskeið. Halldóra ætlar að fylgja eftir Kjörbúðarverkefninu og koma því á sem fyrst.

2. Bréf frá Ólafi Eggertssyni

Nefndin þakkar Ólafi ábendingarnar sem nýtast við gerð næsta gangnaboðs. Hafliða falið að bregðast við erindinu.

3. Bréf frá Guðmundi Einari Skagalín

Nefndin þakkar Guðmundi ábendingarnar. Formanni falið að bregðast við erindinu.

4. Langabúð

Eitt tilboð barst í rekstur Löngubúðar, frá Bergþóru Birgisdóttur og Jóhönnu Meyer Birgisdóttur. Nefndin þakkar áhuga á málinu og leggur til að gengið verið til samninga við þær systur. Einnig leggur nefndin til að skoðaður verið sá möguleiki að í samningi verið ákvæði um lágmarksupphæð á húsaleigu.

5. Önnur mál

Formaður gerði grein fyrir því að styrkjaumsóknir á vegum sveitarfélagsins, ganga vel.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00

Þorbjörg Sandholt var fundarritari