Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7. febrúar 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7. febrúar 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7. febrúar 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 07.02.2019 - 14:02

5. fundur atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 7. febrúar 2019 kl. 08:00. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Elva Gunnlaugsdóttir, Hafliði Sævarsson, Sigurjón Stefánsson og Bergþóra Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi. Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Opinn fundur um ferðaþjónustu
2. Utandagskrá Hammondhátíðar
3. Atvinnu-menningar fulltrúi
4. Önnur mál

----

1. Opinn fundur um ferðaþjónustu

Rætt var um skipulag á opnum fundi um ferðamál sem fyrirhugaður er 16.mars. Gretu falið að vinna málið frekar og auglýsa fundinn.

2. Utandagskrá Hammondhátíðar

Ræddar voru hugmyndir að utandagskrá á Hammond dögum. Atvinnu-og menningarmála fulltrúa falið að vinna málið frekar.

3. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi

Greta Mjöll atvinnu- og menningarmálafulltrúi gerði grein fyrir málum sem hún hefur unnið að á s.l. vikum m.a. að koma á fót pokastöð þar sem hægt er að nálgast fjölnotapoka, verkefnið verður kynnt fljótlega.

4. Önnur mál

Rætt um eflingu eldriborgara, Gretu falið að vinna málið frekar og í samstafi við eldriborgara. Einnig var rætt um dagskrá vegna 430 ára verslunarafmæli í sumar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:50

Greta Mjöll var fundarritari