Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6. júní 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6. júní 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6. júní 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 06.06.2019 - 09:06

Fundargerð 9. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 6.júní 2019 kl. 08:00. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Elva Gunnlaugsdóttir, Hafliði Sævarsson, Sigurjón Stefánsson og Bergþóra Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi. Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Matarstefna Djúpavogshrepps
2. Opnir fundir um atvinnu- og menningarmál
3. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi
4. 430 ára verslunar afmæli
5. Önnur mál

--

1. Matvælastefna Djúpavogshrepps

Berglind Häsler kynnti hugmyndir að matvælastefnu fyrir sveitarfélagið. Nefndin þakkar Berglindi erindið og ákveðið að vinna málið frekar.

2. Opnir fundir um atvinnu- og menningarmál

Nefndin þakkar þeim sem sáu sér fært að mæta á opna fundi um atvinnu- og menningarmál sem nefndin stóð fyrir í vetur. Allir fundirnir voru upplýsandi og málefnalegir og margar góðar hugmyndir komu fram sem nefndin mun vinna frekar með. Fyrirhugað er að halda fleiri slíka fundi í haust.

3. 430 ára verslunar afmæli

Nefndinn leggur til að boðið verði til kaffisamsætis í Löngubúð í tilefni 430 ára verslunarafmæli Djúpavogshrepps þann 20.júní n.k. Nánar auglýst síðar.

4. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi

Greta Mjöll gerði grein fyrir verkefnum sem hún hefur unnið að á s.l. vikum m.a. að óskað hefur verið eftir tilboði í ný upplýsingaskilti, bæklingurinn er í vinnslu , undirbúningur fyrir Rúllandi snjóbolta gengur vel, Djúpavogsdeildin fór vel af stað, búið er að panta ný nestisborð sem verða sett niður á ákveðnum stöðum. Búið er að setja upp nýja sýningu á Ríkarðssafni. Nefndin fagnar því sérstaklega að staðbundin framleiðsla úr héraði verið fáanlegt í Kjörbúðinni fljótlega og einnig að Pokastöðin hefur skilað af sér fyrstu pokunum.

5. Önnur mál

Nefndin felur formanni að ganga frá gangnaboði fyrir haustið. Nefndin leggur til að auglýst verði eftir Atvinnu- og menningarfulltrúa tímabundið meðan Greta Mjöll verður í fæðingarorlofi.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:40

Þorbjörg Sandholt var fundarritari