Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6. apríl 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6. apríl 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6. apríl 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 06.04.2019 - 08:04

Fundargerð 7. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, laugardaginn 6.apríl 2019 kl. 09:45. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Elva Gunnlaugsdóttir, Hafliði Sævarsson, Sigurjón Stefánsson og Bergþóra Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi. Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Endurskoðun fjallskila
2. Upprekstur í Búlandsdal
3. Fundaröð um atvinnu-og menningarmál
4. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi
5. Önnur mál

-----

1. Endurskoðun fjallskila

Hafliði fór vel yfir málið, nefndin gerir ekki athugasemd við endurskoðun fjallskila.

2. Upprekstur í Búlandsdal

Nefndinni barst bréf frá Guðmuni Val Gunnarssyni þar sem hann óskar eftir upprekstrarsamningi í Búlandsdal. Nefndinni líst vel á erindið og leggur til að gengið verði til samninga.

3. Fundaröð um atvinnu-og menningarmál

Vel var mætt á opinn fund um ferðaþjónustu sem haldinn var um miðjan mars s.l. Nefndin þakkar málefnalegar umræður á fundinum og margar góðar ábendingar sem komu fram. Nefndin mun ásamt atvinnu- og menningarmálafulltrúa fara yfir þessar ábendingar.

4. Atvinnu- og menningarmálafulltrúi

Greta Mjöll gerði grein fyrir verkefnum sem hún hefur unnið að á s.l. vikum m.a. að búið er að auglýsa eftir refa og minka veiðimönnum, sumarstörfum og fleiri störfum. Greta sagði fá erindi sem hún flutti í sambandi við Daga myrkurs og að hún stefnir á að vera með kynningu um Cittaslow í Hrísey fljótlega. Einnig sagði Greta frá spennandi Cittaslow verkefni sem framundan er þar sem sveitarfélagið mun bjóða öllum íbúum á námskeið og verður það auglýst fljótlega. Endurprentun á bæklingum er að fara í gang og Bóndavarðan kemur út 8.apríl. Búið er að sauma 40 poka í pokastöðinni. Skipulag fyrir Rúllandi snjóbolta er í fullum gangi og utandagskrá Hammondhátíðar er glæsileg í ár.

5. Önnur mál

Opinn fundur um menningarmál verður haldinn 11.maí næst komandi. Bergþóra bendir á að 4.maí sé norræni strandhreinsunardagurinn. Gretu Mjöll falið að skoða málið frekar.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:30

Næsti fundur fyrirhugaður 2. maí

Þorbjörg var fundarritari