Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5. desember 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5. desember 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 5. desember 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 05.12.2019 - 09:12

Fundargerð 13. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 5.desember 2019 kl. 16:15. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Elva Gunnlaugsdóttir, Bergþóra Birgisdóttir, Hafliði Sævarsson og Sigurjón Stefánsson. Einnig sat Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi fundinn.

Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Kynning frá Gautavík
2. Skýrsla atvinnu- og menningarmálafulltrúa
3. Fjallskilasamþykkt
4. Úthlutunarreglur
5. Önnur mál

--

1. Kynning frá Gautavík

Nefndin þakkar Oddnýju fyrir góða og upplýsandi kynningu á fjölbreyttri starfsemi í Gautavík. Gaman að heyra að Geislar hönnunarhús gengur vel og fróðlegt að heyra af hugmyndum um tilraunaræktun á iðnaðarhampi sem hófst s.l. sumar í Gautavík. Verkefni sem áhugavert verður að fylgjast áfram með.

2. Skýrsla atvinnu- og menningarmálafulltrúa

Halldóra Dröfn, atvinnu- og menningarmálafulltrú gerði grein fyrir þeim málum sem hún hefur unnið að s.l. mánuð. Kjörbúðarverkefnið er í vinnslu. Rithöfunarlestin kom í fyrsta sinn við hjá okkur í nóvember og nefndin leggur til að áframhald verði á því verkefni. Glæsileg Bóndavarða er komin út.

3. Endurskoðun fjallskilasamþykktar

Nefndin gerir ekki athugasemdir.

4. Úthlutunarreglur

Nefndin leggur til að reglur um menningarsjóðs Djúpavogshrepps verði samþykktar.

5. Önnur mál

Í ár eiga Eggin í Gleðivík tíu ára afmæli og í ljós þess er atvinnu- og menningarmálafulltrúa falið að kanna hvort að hægt er að framleiða lítil egg sem minjagripi.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:05

Þorbjörg Sandholt var fundarritari