Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 30. september 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 30. september 2019

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 30. september 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 30.09.2019 - 09:09

Fundargerð 11. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 30.september 2019 kl. 16:15. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Elva Gunnlaugsdóttir, Hafliði Sævarsson, Jóhann Hjaltason og Bergþóra Birgisdóttir. Einning sat Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir fundinn og Andrés Skúlason og Berglind Einarsdóttir komu inn á fundinn undir lið 1.

Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá var eftirfarandi:

1. Ferða-og menningarmál
2. Fulltrúi Austurbrúar
3. Rithöfundarlest
4. Önnur mál

--

1. Ferða-og menningarmál

Andrés Skúlason og Berglind Einarsdóttir kynntu áhugaverðar framtíðarsýn í ferða-og menningarmálum í Djúpavogshreppi. Nefndinni líst vel á hugmyndir AS og BE og mun skoða þær frekar.

2. Fulltrúi Austurbrúar

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir starfsmaður Austurbrúar tekur við ákveðnum verkefnum Atvinnu-og menningarmálafulltrúa 1.október. Farið var yfir stöðuskýrslu og verkefnalista nefndarinnar með Halldóru og verkefnum komið í farveg.

3. Rithöfundalest

Rætt var um þátttöku Djúpavogshrepps í Rithöfunarlestinni. Nefndinni líst vel á verkefnið, Halldóru Dröfn falið að vinna málið frekar.

4. Önnur mál

Rætt var um að koma vatnskrana upp sem fyrst á Kallabakkanum og merkja hann vel.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30

Þorbjörg Sandholt var fundarritari