Djúpivogur
A A

Atvinnu- og menningarmálafnefnd - 5. september 2019

Atvinnu- og menningarmálafnefnd - 5. september 2019

Atvinnu- og menningarmálafnefnd - 5. september 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 05.09.2019 - 09:09

Fundargerð 10. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2018-2022

Fundur var haldinn í atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps að Bakka 1, Djúpavogi, fimmtudaginn 5.september 2019 kl. 16:15. Fundinn sátu Þorbjörg Sandholt formaður, Berglind Elva Gunnlaugsdóttir og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg stjórnaði fundi.

Fundurinn var vinnufundur þar sem farið var yfir verkefnalista fyrir veturinn og verkefnum forgangsraðað.

1. Atvinnu-og menningarmálafulltrúi

Engin umsókn barst í starf atvinnu-og menningarfulltrúa í forföllum Gretu Mjallar. Nefndin fór yfir útistandandi verkefni og vonar að hægt sé að koma verkefnum atvinnu-og menningarmálafulltrúa sem fyrst í farveg og framkvæmd.

2. Vottað eldhús

Nefndinn leggur til að stofnaður verði hópur sem skoðar möguleika á vottuðu eldhúsi sem nýst getur fyrir þá aðila sem áhuga hafa á framleiðslu á staðbundinni matvæla framleiðslu.

3. Skilti

Því miður náðist ekki að koma upp nýjum skiltum fyrir sumarið, málið er enn í vinnslu.

4. Önnur mál

Cittaslow-sunnudagur verður haldinn þann 29.september næst komandi og verður nánar auglýst síðar.

Fundartími nefndarinnar verður fyrsta fimmtudag í mánuði kl.16:00.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:20

Þorbjörg Sandholt var fundarritari