Rúllandi snjóbolti/11, Djúpivogur
14.júlí - 19.ágúst 2018
Rúllandi snjóbolti/11, Djúpivogur er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína. Sýningin var opnuð með viðhöfn í Bræðslunni á Djúpavogi 14. júlí og stóð til 19. ágúst 2018.
Árið 2018, á fimmtu sýningu verkefnisins á Djúpavogi, var enn bætt í og sýningarrými meðal annars stækkað til muna. Á Rúllandi snjóbolta/11, voru sýnd verk 28 listamanna frá Íslandi, Evrópu, Ameríku og Asíu
Opnunarhátíðin
Opnunarhátíðin haldin hátíðleg 14.júlí. Heiðursgestur opnunarinnar var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hann opnaði sýninguna en með honum komu forsetafrúin, Eliza Reid, og börn þeirra hjóna. Einnig var viðstaddur sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sem hélt eftirminnilega ræðu á íslenskri tungu. Tónlistarkonan Lay Low spilaði og söng fyrir gesti. Á opnun Rúllandi snjóbolta 11 voru veitingarnar lummur sem kvenfélagið Vaka grillaði á staðnum. Þessi staðbundna veitingahefð hefur fest sig í sessi og vakið gífurlega lukku. Beljandi bjór frá Breiðdalsvík bauð upp á bjór sem fyrirtækið framleiðir í næsta nágrenni við Djúpavog og vakti mikla lukku.
Listamenn:
Anna Líndal, Árni Guðmundsson, Arnoud Noordegraaf, Áslaug Thorlacius, Bill Aitchison, Björn Roth, Erling Klingenberg, Fahrettin Orenli, Gerald Van Der Kaap, Hrafnkell Sigurðsson, Irina Birger, Kan Xuan, Magnús Pálsson, Nie Li, Oey Tjeng Sit, Peer Veneman, Persijn Broersen & Margit Lukacs, Ráðhildur Ingadóttir, Ragnhildur Jóhanns, Ronny Delrue, Svava Björnsdóttir, The Hafnia Foundation, Þór Vigfússon, Wei Na, Yang Ah Ham, Yang Zhi Qian, Zhang Zhen Xue.
Nánar um viðburðinn á fésbókarsíðu sýningarinnar