Djúpivogur
A A

Rúllandi snj./5

Rúllandi snjóbolti/5, Djúpivogur

12. júlí - 15. ágúst 2014

 

Sumarið 2014 var fyrsti Rúllandi snjóboltinn haldinn á Djúpavogi.

Hafist var handa við undirbúning verkefnisins strax á haustmánuðum 2013. Unnið var ötullega að undirbúningi sýningarinnar fram að 12. júlí, en þá var hún opnuð með mikilli viðhöfn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff voru heiðursgestir. Leikið var á harmonikku og síðan voru flutt ávörp. Samhliða var boðið upp á fjölbreyttar veitingar úr héraði, allt í anda Cittaslow. Alls mættu um 270 gestir á opnunina og þar af fjöldi listamanna.

Á sýningunni voru sýnd verk eftir 33 listamenn frá Evrópu og Kína. Íslenskir listamenn voru Árni Guðmundsson, Erró, Hrafnkell Sigurðsson, Kristján Guðmundsson, Ragnar Kjartansson, Ragna Róbertsdóttir, Rúrí, Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon.

Aðgangur var ókeypis á listasýninguna, sem stóð opin daglega frá 12. júlí til 15. ágúst. Á þeim tíma komu rúmlega 3000 gestir til að virða listaverkin fyrir sér, og má þess geta að heimamenn komu ítrekað. Gestir létu mjög vel af sýningunni og er óhætt að segja að hún hafi verið á heimsmælikvarða.

Tveir listamenn dvöldu á Djúpavogi sem gestalistamenn CEAC í tengslum við Rúllandi snjóbolta/5, Djúpivogur. Listamennirnir voru þær Scarlett Hooft Graafland og Marjan Laaper, báðar frá Hollandi.

 

Menningarráð Austurlands styrkti verkefnið.

 

 

 

 

 

 

Myndir frá undirbúningi sýningarinnar.

Myndir frá opnun sýningarinnar.

Sjá einnig fésbókarsíðu sýningarinnar.

 

 

Var efnið hjálplegt?