Djúpivogur
A A

Vinnudagur Neista 2020

Vinnudagur Neista 2020
Cittaslow

Vinnudagur Neista 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 25.05.2020 - 11:05

Hinn árlegi vinnudagur UMF Neista fór fram sl. sunnudag á Neistavelli.

Í góðu veðri og mikilli stemmningu framkvæmdu þeir fjölmörgu sem mættu hin ýmsu þarfaverk, m.a. að gróðursetja tré og runna, laga langstökksgryfju og kúluvarpshring, gera vörutalningu birgða og síðast en ekki síst raka saman nokkur kerrufylli af hreindýra- og gæsaskít af vellinum.

Að sjálfsögðu var séð til þess að vinnuhópurinn fengi grillaðar pylsur, en grillstjórnin var undir styrkri stjórn sr. Alfreðs Finnsonar og svo var Neistakaka með kaffinu.

Frábær dagur og nú má segja að allt sé klárt fyrir fyrstu leiki í Djúpavogsdeildinni, sem fram fara 6. júní næstkomandi.

Myndir frá deginum má sjá með því að smella hér.