Djúpivogur
A A

Vegna viðgerða á vatnsveitu

Vegna viðgerða á vatnsveitu

Vegna viðgerða á vatnsveitu

skrifaði 02.08.2016 - 12:08

Til íbúa og gesta

Viðgerð er nú lokið á búnaði vatnsveitu Djúpavogs.  Heilbrigðiseftirlit Austurlands mun taka sýni af neysluvatninu í dag eða morgun og staðfesta síðan í framhaldi gæði vatnsins um leið og niðurstaða berst. Til að gæta allra varúðarsjónarmiða eru íbúar áfram hvattir til að sjóða neysluvatn og er jafnframt mælt með að láta renna vel úr krönum og skola neysluvatnskerfið þannig út.

                                                                                                                         Sveitarstjóri