Djúpivogur
A A

Útskriftarferð-myndband

Útskriftarferð-myndband

Útskriftarferð-myndband

skrifaði 22.06.2010 - 15:06

Það er til siðs þegar skólaáfanga lýkur hjá einum hóp þá sé haldið í útskriftarferðalags og það gerðu nemendur leikskólans Bjarkatúns í lok maí.  Þau fóru í sína fyrstu útskriftarferð enda voru þau að ljúka sínu fyrsta skólastigi, leikskólanum.  Ferðin var nú ekkert löng en farið var inn í skógrækt og þar var gengið um, skoðað og skemmt sér. 

Við sáum ýmsa fugla, kíktum inn í gatklettinn og tókum lagið saman.  Eftir skógræktarferðina kíktum við á álfakirkjuna, Rakkaberg, enda var mikil umræða um álfa og huldufólk í skógræktinni og hvernig þeir myndu búa og ferðast um á milli staða  því ekki eiga þeir bíl.  Þau voru öll sammála um það að það væri nú frekar langt fyrir álfanna að fara til kirkju alla leið úr skógræktinni en það væri nú líklegast líka langt fyrir suma á Djúpavogi að fara í kirkjuna þar en við ættum þó alla vega bíl. 

Eftir þessar umræður og skoðunarferð var farið í Við voginn og borðaður ís.  Skemmtileg útskriftarferð og ætlar hópurinn að stefna á enn fleiri útskriftarferðir þegar fleiri skólastigum verði náð. 

 

Hér má sjá myndband af útskriftarhópnum að taka lagið

Gatkletturinn flotti

Söngsteinn..hér er sko gott að taka lagið

Síðan þurftu allir að taka lagið

Setið á svölunum hjá álfum og huldufólki

Í ísveislunni

Fleiri myndir hægt að sjá hér

ÞS