Uppbygging á gsm og háhraðanettengingum

Uppbygging á gsm og háhraðanettengingum skrifaði - 15.12.2006
00:12
Í gær fór fulltrúi Djúpavogshrepps Sigurður Ágúst Jónsson fyrir hönd sveitarfélagsins á kynningarfund sem haldinn var að frumkvæði Fjarskiptasjóðs á Egilsstöðum.
Á fundinum voru m.a. kynnt áform í uppbyggingu á gsm sambandi á helstu stofnvegum og háhraðanettengingum í dreifbýli. Hér á meðfylgjandi kortum sem fulltrúi okkar hafði með sér heim af fundinum má sjá hvernig áætlað er að standa að uppbyggingunni. Fulltrúar sveitarfélagsins munu að sjálfsögðu fylgjast með hvernig mál þróast í þessum efnum, enda mikilvægt að bæta úr á þessu sviði í sveitarfélaginu, bæði hvað varða gsm samband svo og ekki síður möguleika til háhraðanetstengingar í sveitum. AS