Djúpivogur
A A

UMF Neisti auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara

UMF Neisti auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara

UMF Neisti auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara

Ólafur Björnsson skrifaði 25.05.2020 - 09:05

Hefurðu áhuga á fótbolta?

Viltu láta gott af þér leiða og styrkja í leiðinni knattspyrnustjörnur framtíðarinnar.

Þá erum við með tækifæri fyrir þig til þess. Umf. Neisti á Djúpavogi er að leita að þjálfara sem getur séð um knattspyrnuæfingar fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára (fædd árið 2009-2014) í sumar frá 8. júní til 31. júlí. Um er að ræða 2x 2 æfingar á viku og er tímasetning æfinga eftir samkomulagi. Við erum opin fyrir öllu svo ef þú hefur draum í maganum um að prófa þjálfun þá er þetta tækifærið.

Frekari upplýsingar eru hjá neisti@djupivogur.is og er umsóknarfrestur til 28. maí 2020.

UMF Neisti