Tónskólatónleikar

Tónskólatónleikar skrifaði - 13.05.2015
16:05
Í gær voru tónleikar tónskólans á Djúpavogi með yngri iðkendum haldnir. Tókust þeir í alla staði mjög vel og gátum við áhorfendur séð hvernig þróun tónlistarnámsins er. Yngstu hljóðfæraleikararnir voru með einstaklingsatriði á meðan eldri spiluðu í hljómsveitum. Dagskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg og spannaði mjög vítt tónlistarsvið. Hér má sjá myndir sem teknar voru á tónleikunum.
LDB