Djúpivogur
A A

Til kattaeigenda - vinsamleg tilmæli

Til kattaeigenda - vinsamleg tilmæli

Til kattaeigenda - vinsamleg tilmæli

Ólafur Björnsson skrifaði 11.05.2020 - 08:05

Á ári hverju berst sveitarfélaginu umtalsverður fjöldi ábendinga og kvartana frá íbúum er varðar kattahald hér í þéttbýlinu á Djúpavogi og eru umkvörtunarefnin með svipuðu sniði milli ára. Sveitarfélögin hafa sannarlega skyldur að bera í þessum efnum og því er brugðið á það ráð hér að senda vinsamleg tilmæli og fara þess á leit við kattaeigendur að þeir mæti sjónarmiðum þeirra íbúa sem gagnrýna lausagöngu katta í þéttbýlinu, ekki síst á þessum tíma árs. Kettir geta verið skaðræði í varpi og sumir þeirra virðast ekki vera með bjöllur eða lítið virkar.

Langflestar kvartanir vegna katta berast einmitt á vorin og í byrjun sumars í tengslum við varptíma fuglanna, en þá hafa kattaeigendur einnig ríkari skyldur en á öðrum tíma árs.

Sjá samþykkt um kattahald í Djúpavogshreppi http://www.djupivogur.is/data/dpv.samth.kattah08.pdf.

Kattaeigendum ber m.a. að sjá til þess á varptíma að kettirnir séu hafðir inni á næturnar og séu með bjöllur um háls og er það sérstaklega áríðandi í maí og júní.

Sveitarstjóri