Djúpivogur
A A

Sumarstörf hjá Djúpavogshreppi

Sumarstörf hjá Djúpavogshreppi

Sumarstörf hjá Djúpavogshreppi

skrifaði 19.03.2012 - 08:03

Djúpavogshreppur auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar:


1.    Flokksstjórar             

Auglýst er eftir tveimur flokksstjórum sem einnig þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  o.fl.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

2.   Almennir starfsmenn

Auglýst er eftir tveimur starfsmönnum sem þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  girðingavinnu og önnur tilfallandi störf.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl og skulu umsóknir berast á skrifstofu sveitarfélagsins. Þar er hægt að nálgast umsóknareyðublöð en einnig á heimasíðu sveitarfélagsins.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

Sveitarstjóri