Djúpivogur
A A

Spurningakeppni Neista

Spurningakeppni Neista

Spurningakeppni Neista

skrifaði 20.03.2012 - 15:03

Þá er komið að hinni árlegu spurningakeppni Neista og við auglýsum eftir áhugasömum keppnisliðum.

Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem þriggja manna lið etja kappi, hægt er að skrá varamann.
Við viljum hvetja til fjölbreyttra liða og vonumst til að fá saumaklúbba, körfuboltalið, kafarafélaga, burtflutta, göngufélaga, matarklúbba, Suzukiklúbbinn, námsfélaga og vinnufélaga í keppnislið.

Þátttökugjald er kr. 8.000 og eru áhugasöm lið vinsamlegast beðin að skrá sig í síðasta lagi miðvikudaginn 28. mars  hjá Lilju í síma 867 9182 eða á neisti@djupivogur.is.

Meðf. mynd er af Ferðaþjónustunni Eyjólfsstöðum, ríkjandi meisturum spurningakeppni Neista.

Stjórn umf. Neista