Spurningakeppni Neista 2019

cittaslow-social
Spurningakeppni Neista 2019 skrifaði Ólafur Björnsson - 30.10.2019
08:10

Nú er hin árlega spurningakeppni Neista að skella á. Hún stendur yfir 11.- 23. nóvember og við hvetjum alla áhugasama til að skrá sitt lið í gegnum neisti@djupivogur.is fyrir fimmtudaginn 7. nóvember.
Þátttökugjald er 10.000 kr. og aðgangseyrir hvert kvöld er 500 kr. Öll innkoma rennur til Ungmennafélagsins Neista til áframhaldandi uppbyggingar íþróttastarfs á Djúpavogi.
Við hvetjum alla til að skrá sitt lið og taka þátt í þessum frábæra viðburði.
Stjórn Neista