Spurningakeppni Neista 2014, 3. kvöld

Spurningakeppni Neista 2014, 3. kvöld skrifaði - 09.04.2014
09:04
Stjórn Neista komst áfram á þriðja undankvöldi spurningakeppni Neista 2014.
Í fyrstu umferð hafði Stjórn Neista betur gegn nemendum grunnskólans og í þeirri annarri sigraði lið Hótels Framtíðar lið Löngubúðar.
Stjórn Neista og Hótel Framtíð mættust síðan í síðustu umferðinni þar sem Stjórn Neista stóð uppi sem sigurvegari.
Næsta undankvöld fer fram í Löngubúð í kvöld, 9. apríl kl. 20:00.
Myndir má skoða með því að smella hér.
ÓB