Spurningakeppni Neista, úrslitakvöld

Spurningakeppni Neista, úrslitakvöld skrifaði - 10.04.2014
08:04
Nú er orðið ljóst hverjir komast í úrslit í spurningakeppni Neista.
Fiskeldi austfjarða var fjórða og síðasta liðið til að tryggja sig áfram en áður höfðum Vísir, Fiskmarkaður Djúpavogs og Stjórn Neista tryggt sér sæti í úrslitum.
Lokakvöldið verður laugardaginn 19. apríl í Hótel Framtíð kl 20.
Aldurstakmark á lokakvöldið er 14 ára nema börnin séu í fylgd með fullorðnum.
Aðgangseyrir er 500 kr og greiða allir aðgangseyri.
Stjórn Neista.
SÞÞ