Djúpivogur
A A

Söngfuglar að sunnan í Djúpavogskirkju

Söngfuglar að sunnan í Djúpavogskirkju

Söngfuglar að sunnan í Djúpavogskirkju

skrifaði 04.07.2006 - 00:07

Söngfuglarnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Bergþór Pálsson ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðlusnillingi og Kjartani Valdemarssyni píanóleikara halda söngskemmtun í Djúpavogskirkju laugardaginn 29. júlí nk.

Dagskrá tónleikanna verður fjölbreytt og víst er að glatt verður á hjalla. Segja má að uppistaðan sé frönsk kaffihúsatónlist, m.a. ódauðlegar perlur Edith Piaf, auk velþekktra íslenskra sönglaga. Þess verður minnst að 250 ár eru liðin frá fæðingu Mozarts og síðast en ekki síst verða flutt nokkur lög úr fyrsta íslenska söngleiknum, Skrúðsbóndanum eftir Björgvin Guðmundsson.

tónleikar small