Skólaskipið Dröfn

Síðasta fimmtudag fóru nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans í vettvangsferð með skólaskipinu Dröfn. Í ferðinni voru nemendur fræddir um sjávarútveg og vistkerfi hafsins áður en haldið var út í Berufjörð þar sem trolli var dýft í sjóinn. Nemendur voru mjög vel upplýstir um hinar ýmsu lífverur sem finna má í sjónum og áttu í litlum vandræðum með að nefna hinar ýmsu tegundir sem fiskifræðingur frá Hafró spurði þau um. Þegar haldið var inn í Berufjörð var trollinu svo dýft í sjóinn. Aflinn var góður, um hálft tonn og er þetta næst stærsti aflinn sem Dröfn hefur veitt á þessu ári. Var þá farið í að kanna aflann og skemmtu nemendur sér konunglega við það. Að lokum fengu svo allir með sér heim fulla poka af góðgæti hafsins.
Myndir má sjá hér.
HIÞ