Skólabyrjun grunnskólans

Skólabyrjun grunnskólans skrifaði - 20.08.2016
13:08
Til foreldra / forráðamanna barna í Djúpavogsskóla - grunnskóla
Grunnskólinn hefst með opnu húsi miðvikudaginn 24. ágúst nk.
Nemendur 1. bekkjar mæta klukkan 10:00 með forráðamönnum og fá sýnisferð um skólann og skólalóðina með umsjónarkennara. Síðan verður farið í skólastofuna þar sem nemendur fá afhenta stundatöflu og farið verður yfir ýmis hagnýt atriði varðandi veturinn.
Nemendur 2.-10. bekkjar mæta með forráðamönnum einhvern tíma milli 11:00 og 13:00, þegar þeim hentar. Þeir fá afhentar stundatöflur, einhverjar bækur og hitta umsjónarkennarann sinn.
Kennsla hefst skv. stundatöflu klukkan 8:05 fimmtudaginn 25. ágúst.
Skólastjóri