Djúpivogur
A A

Skemmtiferðaskipið Ms Maasdam á Djúpavogi

Skemmtiferðaskipið Ms Maasdam á Djúpavogi

Skemmtiferðaskipið Ms Maasdam á Djúpavogi

skrifaði 14.08.2009 - 01:08

Þann 18.ágúst næstkomandi er von á skemmtiferðaskipinu Ms.Maasdam til Djúpavogs. Skipið er hið allra glæsilegasta og gríðarlega stórt en farþegafjöldinn er rúmlega 1000 manns. Skipið hefur áður komið til Djúpavogs, sumarið 2007.

Ákveðið hefur verið að hafa opinn markað þennan dag með ýmiss konar vörur til sölu t.d. minjagripi og  íslenskt handverk en einnig svæðisbundnar matvörur s.s. hákarl, sultu og fleira þess háttar.

Því vil ég biðja alla þá, sem áhuga hafa á því að selja vörur sínar, að tilkynna þátttöku á netfangið bryndis@djupivogur.is eða í síma 478-8228 sem fyrst, í síðasta lagi fyrir kl.16:00 sunnudaginn 16.ágúst.

Ferða-og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps