Djúpivogur
A A

Fyrstu rótarskotin gróðursett

Fyrstu rótarskotin gróðursett
Cittaslow

Fyrstu rótarskotin gróðursett

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 22.09.2020 - 12:09

Rótarskot er ný leið til að styrkja sjálfboðaliðastarf björgunarsveitanna í landinu. Hvert rótarskot verður að trjáplöntu sem eru settar niður víða um land í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og deildir þess. Í dag gróðursetja Skógræktarfélag Djúpavogs og Björgunarsveitin Bára rótarskotin frá síðustu áramótum í utanverðri Löngulág.

Þau sem vilja koma með og aðstoða við að setja niður þessi fyrstu áttatíu rótarskot eru hjartanlega velkomnin og þau sem keyptu rótarskot geta gripið tækifærið og gróðursett sín tré. Við hittumst á planinu við Stjörnuborg (við lækinn sem rennur frá vatnstanknum og niður að bræðslu) klukkan 17:00 í dag og finnum framtíðarstað fyrir Áramótalundinn.

Skógræktarfélag Djúpavogs og Björgunarsveitin Bára