Ríkið festir kaup á Teigarhorni

Í morgun var opinberuð aldeilis góð og stór frétt fyrir íbúa Djúpavogshrepps og reyndar landsmenn alla á vefsíðu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis þar sem staðfest eru kaup ríkisins á Teigarhorni. Hér er á ferðinni mikil tíðindi sem ber í alla staði að fagna.
Um nokkuð langt skeið hafa fulltrúar sveitarfélagsins unnið að því að fá ríkisvaldið til að festa kaup á jörðinni Teigarhorni m.a. til að tryggja í sessi þau miklu náttúru- og menningarverðmæti sem þar er að finna. Jafnhliða vildu fulltrúar sveitarfélagsins tryggja aðra mikilvæga þætti sem skipta íbúa svæðisins gríðarlega miklu máli og má þar nefna vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins og fl. Á næstu vikum munu mál varðandi jörðina skýrast frekar en sveitarfélagið vinnur nú með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og viðkomandi stofnunum að því að móta framtíðarfyrirkomulag á jörðinni m.a. hver muni hafa umsjón með svæðinu. Til að upplýsa hér enn frekar þá hefur sveitarfélagið lýst áhuga á því að taka að sér umsjá með svæðinu með samningum við viðkomandi aðila, en þessir þættir skýrast betur á næstu vikum og munu liggja fyrir þegar jörðin verður formlega afhent ríkinu þann 15. apríl næstkomandi.
Fulltrúar sveitarfélagins munu upplýsa hér frekar um mál eftir því sem mál skýrast.
Sjá hér frétt frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Til hamingju íbúar Djúpavogshrepps og landsmenn allir
Andrés Skúlson oddviti
Mynd AS
Mynd: AS