Djúpivogur
A A

PubQuiz í Löngubúð

PubQuiz í Löngubúð

PubQuiz í Löngubúð

skrifaði 15.06.2009 - 16:06

Þriðjudagskvöldið 16. júní kl 21:00 er komið að síðasta Pub Quizinu áður en það heldur í sumarfrí. Sífellt fleiri hafa verið að kveikja á þessum létta og skemmtilega spurningaleik* og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá fleiri.

Þemað að þessu sinni verður Ísland og allt sem íslenskt er, enda sjálfur þjóðhátíðardagurinn við það að renna upp og því tilvalið að eiga skemmtilega stund í góðra vina hópi.

Hversu mikið veist þú í raun og veru um “stórasta land í heimi”?
                                        
Langabúð*Leikurinn fer þannig fram að liðin (hámarki 4 manns í hverju) skrifa svör  spurninga sem lesnar eru upp á blað og að því loknu er farið yfir svörin og stigin talin saman. Spurningarnar spanna alla flóruna hvort sem það er landafræði, líkindareikningur, leikskólasöngvar eða eitthvað allt, allt annað, flestar hverjar laufléttar, sumar lúmskar og  aðrar sem valda örlítið meiri hugarbrotum.