Djúpivogur
A A

Pokastöðin skilar fyrstu pokunum af sér!

Pokastöðin skilar fyrstu pokunum af sér!
Cittaslow

Pokastöðin skilar fyrstu pokunum af sér!

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 21.05.2019 - 11:05

Pokastöð Djúpavogs hefur verið starfrækt síðan í mars og hafa sjálfboðaliðar komið saman fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar og saumað poka úr efnisafgöngum. Nemendur Djúpavogsskóla merkja síðan efnisafganga með silkiprentun í handavinnu og merkin eru síðan saumuð á í Pokastöðinni í Tryggvabúð. Fjöldi poka til viðbótar hafa bæst við frá frábærum einstaklingum sem búa til poka úr efnisafgöngum sjálfir. Þannig er þetta orðið stórt samvinnuverkefni sveitarfélagsins.

Nú eru fyrstu pokarnir tilbúnir og verða í boði í búðinni fyrir þá sem gleyma sínum fjölnota pokum heima. Pokarnir eru lánaðir öllum að kostnaðarlausu og er svo skilað aftur á Pokastöðina næst þegar fólk á leið hjá og man eftir þeim. Með þessu er Pokastöðin Djúpavogi, Djúpavogshreppur og Cittaslow miðstöðin að stuðla að vitundarvakningu á skaðsemi einnota plastumbúða.

Pokastöðin er rétt að byrja og verða saumaðir pokar áfram fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar í Tryggvabúð kl. 20 vonandi um ókomna tíð.

Öllum er velkomið að mæta og taka þátt ásamt því að vera hluti af hópnum á facebook!!

Frá og með hádegi í dag 21. maí 2019 verða þessir fjölnota pokar í boði fyrir alla sem þurfa á þeim að halda í þeirri von að þeir verði notaðir sem mest fyrir sem flest.

Svo skilið þið þeim tilbaka þegar þið getið og viljið!