Djúpivogur
A A

Pokastöðin opnar aftur á mánudagskvöld

Pokastöðin opnar aftur á mánudagskvöld
Cittaslow

Pokastöðin opnar aftur á mánudagskvöld

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 04.09.2020 - 13:09

Pokastöðin Djúpavogi opnar aftur eftir sumarfrí og Covid dvala næsta mánudagskvöld. Pokastöðin mun síðan hittast fyrsta mánudag hvers mánaðar í Tryggvabúð kl. 20 og sauma fjölnota poka til notkunar í Djúpavogshreppi og víðar þegar við á.

Mánudaginn næsta, 7. september kl. 20, verður opið í Pokastöðinni og eru öll velkomin að koma að sauma. Sótthreinsandi verður á staðnum ásamt því að hægt er að halda þeirri fjarlægð sem fólk kýs sem ákveður að mæta. Cittaslow miðstöðin/Djúpavogshreppur býður upp á kaffibolla og með´í.

Pokastöðin Djúpavogi heldur áfram tilsettum markmiðum að útrýma einnota plastpokum úr verslunum í Djúpavogshreppi. Með því að gera fjölnota taupoka aðgengilega til láns í verslunum og þjónustustöðvum er vonast til að vekja fólk til vitundar um skaðsemi plastnotkunar og takmarka þannig plastnotkun á svæðinu.

Svo bíða pokarnir góðu eftir að heimsfaraldrinum ljúki svo hægt sé að nota þá á nýjan leik.

Pokastöðin Djúpavogi er hluti af stærra samfélagi sem er stýrt frá Pokastöðinni á Höfn í Hornafirði en auk þess er samstarfi við alþjóðlega verkefnið Boomerang bags. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér.

Pokastöðin er rekin af Cittaslow miðstöð Íslands sem er staðsett í Djúpavogshreppi en með sjálfboðavinnu frá sjálfboðaliðum. Við hvetjum fólk til tína til efnisafganga, gamla boli, sængurver, lök og hvaðeina sem fellur til og taka með sér í saumahittingana. Einnig verður hægt að koma hlutum fyrir til Pokastöðvarinnar í Nytjamarkaðinum Notó þegar hann opnar aftur og til Möggu í Tryggvabúð á opnunartíma.

Kaffi og kruðerí verður alltaf á staðnum þegar Pokastöðin hittist fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði í Tryggvabúð.

Öll eru velkomin og þarf enga reynslu eða kunnáttu í saumaskap til að vera hluti af verkefninu. Öll getum við tekið þátt með því t.d. að gefa efni, koma og sauma eða bara breiða út boðskapinn og hvetja hvert annað áfram.

Vertu með í facebook hóp verkefnisins!