Djúpivogur
A A

Plokkdagur grunn- og leikskóla

Plokkdagur grunn- og leikskóla
Cittaslow

Plokkdagur grunn- og leikskóla

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 31.05.2019 - 16:05

Kæru íbúar Djúpavogshrepps

Mánudaginn 3. júní ætla nemendur og starfsfólk í grunn- og leikskóla að plokka. Verkefnið er unnið í samstarfi við foreldrafélögin og Djúpavogshrepp.

Við ætlum að hittast við grunnskólann klukkan 8:05 og þaðan verður gengið (keyrt) á fyrirfram ákveðna staði. Nemendur leikskólans klára að borða morgunverðinn og hitta svo hópinn sinn á fyrirfram ákveðnum stað að honum loknum.

Við skiptum hreinsunarsvæðunum eftir aldri nemenda og þarf að keyra elstu börnin hér inneftir.

Við hvetjum alla íbúa sem hafa áhuga á að fegra okkar nánasta umhverfi til að vera með okkur þennan dag og mæta upp í skóla á mánudagsmorguninn.

Starfsmenn áhaldahúss munu síðan fara eftir hádegi, á fyrirfram ákveðna staði og taka allt ruslið sem við finnum.

Við óskum eftir því að börnin verði send með endurnýtanlega poka í skólann (t.d. stóru Bónuspokana, eða Ikea pokana) en ef þeir eru ekki til þá notaða plastpoka. Minnum þau á að mæta með góða hanska og vera klædd eftir veðri og í góðum gönguskóm. Mælum með því að þau séu með létta sundpoka með sér þar sem í verði vatnsflaska og nesti.

Hlökkum til að eiga saman góðan og árangursríkan plokkdag.

Skólastjórar, foreldrafélög og Djúpavogshreppur