Djúpivogur
A A

Opnun TANKSINS

Opnun TANKSINS

Opnun TANKSINS

skrifaði 08.08.2016 - 09:08

Í vetur sótti Djúpavogshreppur um styrk til Uppbyggingarsjóðs Austurlands í samstarfi við fjölda áhugasamra íbúa fyrir fyrsta áfanga til að gera gamla lýsistankinn innan við Bræðsluna að sýningar- og viðburðarými. Styrkurinn nægði til að fá tankinn þrifinn af hinum frábæra Hallgrími Jónssyni tankahreinsi frá Hornafirði og gerðan aðgengilegan með hurðum og strípaðann að innan af dáðadrengjunum í Smástál.

 

 

 

Formleg opnun TANKSINS fer fram mánudagskvöldið 8. ágúst kl. 20:00.

Allir velkomnir!

Atriði, hressing og skemmtilegheit. Dagamunur á mánudagskvöldi.

 

TANKURINN er eign íbúa Djúpavogshrepps og eru allir hvattir til að nýta sér hann fyrir viðburði og sýningar. Ferða- og menningarmálafulltrúi sér um að taka við bókunum fyrir TANKINN, s. 859-0345 og erla@djupivogur.is.

 

Sjáumst á opnuninni!

Velunnarar TANKSINS og Djúpavogshreppur