Djúpivogur
A A

Opinn framboðsfundur í nýju sveitarfélagi

Opinn framboðsfundur í nýju sveitarfélagi

Opinn framboðsfundur í nýju sveitarfélagi

Ólafur Björnsson skrifaði 15.09.2020 - 08:09

Austurfrétt/Austurglugginn í samstarfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað, standa fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum framboða til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Fundurinn verður haldinn þriðjudagskvöldið 15. september klukkan 20:00. Fundinum verður sendur út beint í gegnum Facebook-síðu Austurfréttar. Vegna samkomutakmarkana verða engir áhorfendur í sal.

Gert er ráð fyrir að tveir fulltrúar frá hverju framboði taki þátt í fundinum. Fundurinn hefst með framsöguræðum en að þeim loknum svara frambjóðendur fyrirspurnum.

Íbúar sveitarfélaganna geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið gunnar@austurfrett.is. Einnig verður hægt að senda spurningar meðan á fundi stendur í gegnum forritið Mentimeeter, hið sama og notað var á íbúafundum um sameininguna í fyrra.

Fundarstjóri verður Róbert Ragnarsson, verkefnastjóri við sameiningu sveitarfélaganna. Starfsfólk Fljótsdalshéraðs heldur utan um útsendinguna.