Djúpivogur
A A

Nýtt gönguleiðakort

Nýtt gönguleiðakort

Nýtt gönguleiðakort

skrifaði 04.08.2016 - 14:08

Nú eru komin út ný gönguleiðakort fyrir Djúpavogshrepp.

Endurgerð og endurbætur kortanna sem gefin voru út 2008 eru hluti af verkefninu "Efling gönguferðamennsku" sem Djúpavogshreppur hlaut styrk fyrir úr sjóði Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir árið 2016.

Enn og aftur vil ég þakka þeim innilega fyrir sem aðstoðuðu okkur við endurbætur á gönguleiðakortinu.

 

Hægt er að kaupa nýju gönguleiðakortin á upplýsingamiðstöð Djúpavoghrepps og í Geysi. Þau eru seld í tveimur gerðum:

  • Óbrotin og plöstuð kort - mjög flott fyrir þá sem vilja hengja upp hjá sér eða hafa liggjandi á borðum. Verð: 2.000 kr.
  • Samanbrotin kort - henta vel sem göngukort og til að hafa með í bílferðir um sveitarfélagið. Verð: 1.200 kr.

 

Kortið má einnig skoða á vefsíðu Djúpavogshrepps t.d. hér

http://djupivogur.is/adalvefur/?pageid=608 og hér http://djupivogur.is/adalvefur/?pageid=616.

 

Þess ber að geta að kortin sem komu úr prentun fyrr í sumar voru eilítið gölluð. Prentsmiðjan braut þau skakkt og fyrst upplagið var prentað aftur þá bættum við inn nokkrum leiðréttingum. Hafi einhver keypt kort af þessu upplagi þá er um að gera að koma með það á upplýsingamiðstöðina eða í Geysi og skipta því út fyrir betrumbætt kort. Á gallaða kortinu var t.d. leiðin upp á Þrándarjökul merkt nr. 38 en í betrumbættu útgáfunni er hún réttilega merkt nr. 39.

ED