Nýtt geymslusvæði í Gleðivík

Nýtt geymslusvæði í Gleðivík skrifaði - 27.08.2010
10:08
Nýtt geymslusvæði í Gleðivík hefur nú verið tekið í notkun.
Þess er hér með farið á leit við þá sem eiga lausamuni, tæki, báta o.þ.h. á víðavangi í þorpinu að þeir flytji eigur sínar á geymslusvæðið sem fyrst. Sveitarfélagið mun aðstoða og greiða kostnað við flutninginn fram til 15. október.
Frekari upplýsingar veitir hafnarvörður í síma 478-8869.
ÓB