Djúpivogur
A A

Nikulásarmót

Nikulásarmót

Nikulásarmót

skrifaði 19.07.2006 - 00:07

Um seinustu helgi fór 7. flokkur í knattspyrnu norður á Ólafsfjörð á Nikulásarmót.  Þeir sem fóru voru í hópnum voru Óliver, Ragnar, Bjarni Tristan, Guðjón, Bjartur, Friðrik, Anton og Bergsveinn.  Þjálfarar fór líka með og þeir voru/eru Anton og Jóhann Atli.  Gengi Neistaliðsins var virkilega gott, unnu þeir alla leikina sína og þar með unnu þeir C-Riðilinn.  Markatalan hjá þeim var rosaleg, hún var 47 mörk á móti 3 á okkur. 

Nikulásarmót


Talið er að nýju búningarnir hafi fært liðinu mikla lukku enda eins og sjá má á myndunum eru þessir nýju búningar glæsilegir í alla staði.  Þeir eru alveg eins og búningarnir hjá meistaraflokk Neista.

Ragnar og Anton voru aðalmennirnir í vörninni, fyrir aftan þá var hann Óliver sem varði mjög vel flest öll skotin sem hann fékk á sig.  Guðjón, Bjartur, Friðrik voru yfirleitt á miðjunni og voru virkilega duglegir bæði fram á við og í vörinni.  Bergsveinn var nú eiginlega um allann völlinn að hlaupa og það var þvílík barátta í honum.  Síðan var Bjarni Tristan frammi og átti stórleik á þessu móti, var aðal markaskorarinn okkar.Fengum myndir frá www.nikulas.is

Nikulásarmót

Markaskorarar Neista
Bjarni Tristan 26
Guðjón Rafn 10
Bergsveinn Ás 5
Bjartur 4

Leikirnir sem við spiluðum voru:
Neisti 5 - 0 Tindastóll
Leiftur 0 - 17 Neisti
Afturelding 1 - 7 Neisti
Neisti 5 - 1 KA 2
Neisti 5 - 0 Samherji
Neisti 8 - 1 KA 1

Nikulásarmót

Anton Stefánsson